
Keflavíkur stúlkur gjörsigruðu lið Vals í dag með 87 stigum gegn 55 í undanúrslitum Subwaybikarsins í Keflavík. Heimaliðið tók strax öll völd á vellinum og héldu þeim til leiksloka. Valsstúlkur áttu í raun aldrei neinn séns á sigri og var það gríðarlega sterk vörn heimamanna sem varð þeim afar hliðholl og skilaði þeim góðum sigri í dag.



