spot_img
HomeFréttirRedd sleit liðbönd, ekki meira með í vetur

Redd sleit liðbönd, ekki meira með í vetur

09:18:00
Michael Redd, bakvörður Milwaukee Bucks og bandaríska landsliðsins, mun ekki leika meira með liði sínu það sem eftir er af tímabilinu þar sem hann sleit liðbönd í vinstra hné á laugardag.

Redd, sem stóð sig vel með Ólympíuliðinu í sumar, meiddist á ökkla í haust og missti af fjölmörgum leikjum, en var kominn aftur á fulla ferð og var m.a. með um 25 stig að meðaltali í janúar og stökkskotið hans, eitt það besta í deildinni, bar engin merki meiðslafjarverunnar lengur.

Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Redd og lið Milwaukee, sem hefur barist hetjulega fyrir að halda sér rétt undir 50% vinningshlutfalli þrátt fyrir að hafa leikið án Redds og miðherjans Andrew Boguts í flestum leikjum sínum.

Í fjarveru Redds fyrr í vettur leysti Charlie Bell hann af, en nú er Bell einnig fjarverandi vegna meiðsla þannig að forráðamenn Milwaukee hafa ekki útilokað að reyna að styrkja liðið með leikmannaskiptum.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -