spot_img
HomeFréttirJustin Shouse: Hef verið ,,underdog? alla mína ævi!

Justin Shouse: Hef verið ,,underdog? alla mína ævi!

09:55
{mosimage}

(Justin smellir einum þrist yfir Njarðvíkinga)

Bandaríkjamaðurinn Justin Shouse fór hamförum með Stjörnunni gegn Njarðvík í gærkvöldi þegar Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Subwaybikarsins. Shouse gerði 10 síðustu stig Stjörnunnar í leiknum og leiddi sína menn áfram og inn í Laugardalshöll.

Þú varðst að eiga stórleik gegn Njarðvík í gær til að Stjarnan kæmist í Höllina!
Við héldum að við værum komnir í þægilega stöðu en þegar þú ert að leika gegn Loga, Magga og Frikka þá er ekki von á góðu. Stundum þegar Logi og Maggi skjóta á körfuna úr ómögulegri stöðu heldur maður að skotið fari ekki í hringinn en svo fer þetta beint ofan í, ótrúlegir leikmenn. Við erum samt stoltir af vörninni okkar gegn Njarðvík því okkur tókst að láta þá taka erfið skot.


Nú ert þú að fara í Laugardalshöll annað árið í röð, hvernig leggst það í þig?
Hlynur Bæringsson gerði grín að kollvikunum mínum í bikarspánni sinni um daginn en hér er ég eini leikmaðurinn sem hefur leikið með Snæfell og er að reyna að verja þennan bikarmeistaratitil. Nei nei, Hlynur er góður félagi og okkar samband byggist aðeins á því að gera grín að hvorum öðrum. Þetta er þó ekki svo fjarri sannleikanum hjá honum að kollvikin séu að komast aftur fyrir eyru hjá mér!

Flest allir myndu telja að Stjarnan færi sem minnispámaðurinn inn í úrslitaleikinn en hvað þurfið þið að draga fram úr vopnabúrinu ykkar til að eiga möguleika á titlinum?
Ég skal bara segja þetta. Ég hef verið minnispámaður alla mína ævi og kunnulegt hlutverk fyrir mig en ég hef leikið stóra úrslitaleiki í miðskóla og háskóla svo þetta er bara enn einn leikur fyrir mig og Stjörnuna. Við stóðum okkur vel gegn KR hér í Ásgarði en þeir eru með hæfileikaríkt lið og eru ósigraðir um þessar mundir. Við getum spilað með og á móti KR og ég tel að Stjarnan sé erfitt lið viðureignar og maður minnir bara á sigur okkar gegn Grindavík á dögunum.

Fjölnismenn fóru einnig í bikarúrslit í fyrra en féllu. Sæti Stjörnunnar í deildinni er ekki tryggt en þið eruð á leið í bikarúrslit, er þetta ekki skrýtin staða að vera í?
Já þetta er vissulega skrýtin staða en við erum að byggja upp og höfum unnið 3 af síðust 4 leikjum okkar í deildinni og sigur eins og gegn Njarðvík í gærkvöldi þar sem við stigum upp í lokin hjálpa okkur mikið. Við horfum alls ekki á fallsætin um þessar mundir heldur einblínum á úrslitakeppnina.

Leikir eins og gegn Njarðvík í gær þar sem boðið var upp á spennandi lokasprett voru leikir sem Stjarnan tapaði í gríð og erg fyrir áramót. Hvað hefur breyst?
Ég tel að stundum verði menn hreinlega hundleiðir á því að tapa en svo kemur sigurleikurinn og kannski næsti sigurleikur og það verður smitandi og sjálfstraustið í liðinu eykst. Við gátum ekki skorað í fjórða leikhluta í gær fyrr en Kjartan Atli setti þrist og þá var allt komið í gang hjá okkur. Þá var Fannar Helgason frábær gegn Friðriki Stefánssyni og ég tel að við séum að koma vel saman sem lið um þessar mundir.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -