spot_img
HomeFréttir1 á 1: Fanney Lind

1 á 1: Fanney Lind

 Fullt nafn: Fanney Lind Guðmundsdóttir

  

Aldur: 19 ára

  

Félag: Hamar

  

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Máté Dalmay og við eigum saman 21 mánaða dóttur.

Nám/Atvinna: Stunda fjarnám við FÁ

  

Happatala: 14

  

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 10 ára með Hamri


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?Ætli það hafi ekki verið Pétur Ingvarsson.

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Signý Hermannsdóttir, Jón Arnór Stefánsson og Marvin Valdimarsson í 1 deild karla.  

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? La Kiste Barkus og Cedric Isom.

 


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Haukur Pálsson
  

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Daði Steinn Arnarsson

 

 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ari Gunn og Ágúst Björgvinsson

 

 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Michael Jordan ekki spurning

 

 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron James

 

 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei á það enn eftir

 

 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Leikurinn sem við unnum gegn Keflavík sem var uppá það hvort við myndum falla,, En reyndar tók ég ekki þátt í sjálfum leiknum heldur var ég kasólétt uppí stúku. En samt mjög sætur sigur;)  

Sárasti ósigurinn? Gegn Haukum núna fyrr í vetur þegar þær unnu leikinn með flautukörfu

 


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti  

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Hamri

 

 
Uppáhalds:
kvikmynd: Love and basketball
leikari: enginn sérstakur
leikkona: Angelina Jolie
bók: Hann var kallaður þetta
matur: Hamborgarahryggur og Ungversk gúllassúpa
matsölustaður: Menam á Selfossi er góður staður;)
lag: Ekkert eitt séstakt
uppáhalds
hljómsveit:
staður á Íslandi: Heima í Hveragerði
staður
erlendis: Mér finnst alltaf gott að koma til Sopron í Ungverjalandi,, fer þangað á hverju sumri
.

lið í NBA: Boston Celtics

lið í enska boltanum: Manchester United

hátíðardagur: Aðfangadagur

alþingismaður:

alþingiskona: Þorgerður Katrín

heimasíða: Karfan.is

 

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég borða hollan og góðan mat, hugsa um mitt hlutverk í leiknum, og fer yfirleitt í stutta göngu.

  
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Þú getur lært mikið að hvoru tveggja.

 

 
Furðulegasti liðsfélaginn? Jóhanna Björk er ansi furðuleg og Dúfa Dröfn kemur sterk inn líka;)

 

 
Besti dómarinn í IE-deildinni? Sigmundur Már Herbertsson

 

 

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálf get verið mér ansi erfið.

 

 

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa vel og leggja sig 100% fram alltaf og æfðu fyrir sjálfan þig. Og aukaæfingin skilar sér vel.  

(Spurning frá Svövu Ósk Stefánsdóttur sem var síðast í 1 á 1)

Hvort myndir þú vilja vera atvinnumaður í körfubolta eða fótbolta og afhverju ? Ég myndi frekar vilja vera

atvinnumaður í körfubolta því mér þykjir körfubolti skemmtilegri en fótbolti. 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Á að lækka körfurnar í kvennaboltanum svo MEIRA verði um troðslur;)?       

Fréttir
- Auglýsing -