spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fimmtándu umferð lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Fimmtándu umferð lýkur í kvöld

13:18
{mosimage}

(Heldur sigurganga KR áfram í kvöld eða eru Snæfellingar með það sem til þarf?)

Fimmtándu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Stjarnan tekur á móti Tindastól í Ásgarði, Snæfell fær topplið KR í heimsókn og Njarðvíkingar taka á móti ÍR í Ljónagryfjunni.

Þá eru einnig þrír leikir í 1. deild karla. KFÍ tekur á móti Hamri kl. 19:15 á Ísafirði, Ármann fær Valsmenn í heimsókn í Laugardalshöll kl. 19:15 og kl. 20:30 mætast Haukar og UMFH að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Einn leikur er svo í 1. deild kvenna þegar Þór Akureyri fær Ármann í heimsókn í Síðuskóla kl. 20:00.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -