spot_img
HomeFréttirHlynur: Ekki á hverjum degi sem svona stjörnur koma hingað!

Hlynur: Ekki á hverjum degi sem svona stjörnur koma hingað!

14:34
{mosimage}

(Hlynur Elías Bæringsson)

Topplið KR freistar þess að landa sínum fimmtánda deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið mætir Snæfell í Stykkishólmi. Karfan.is ræddi við Hlyn Bæringsson leikmann og þjálfara hjá Hólmurum sem segir það aðalatriðið að allir hans liðsmenn hafi trú á því að Snæfell geti unnið KR í kvöld.

,,Það verður ýmislegt að ganga upp til þess að leggja KR enda eru þeir í algjörum sérflokki á landinu. En við vitum að með góðum leik getum við unnið þá hérna heima svo við erum bara nokkuð brattir. Vonandi verður bara líf og fjör í húsinu enda ekki á hverjum degi sem svona stjörnur koma hingað,“ svaraði Hlynur aðspurður um hvort Snæfell yrði fyrsta liðið til að hafa sigur gegn KR þessa leiktíðina. Síðast þegar liðin áttust við var Hlynur fjarverandi sökum meiðsla og Lucious Wagner ekki kominn í rautt. Hvernig hefur gegnið að koma Wagner inn í leik liðsins?

,,Það hefur gengið ágætlega, við erum að reyna að fá hann til að hugsa meira um að skora sjálfur og finna þetta jafnvægi. Við þurfum að hafa hann ógnandi en hann er það skýr drengur að hann verður ekki í vandræðum með það held ég,“ sagði Hlynur og bætti við að menn yrðu að hafa trú á verkefninu í kvöld og sagði hann það ekki neitt aðalatriði þó breytingin frá síðasta leik væri sú að hann og Wagner yrðu með.

,,Auðvitað verður það mjög erfitt enda væri eitthvað skrýtið við það ef það væri auðvelt að vinna lið eins og KR er mannað. Það er þó vel hægt og því verða menn að trúa. Það myndi engu skipta hverjir spila ef menn fara hræddir í leikinn. Okkur finnst við geta spilað við þá núna, það verður svo að koma í ljós hvort við erum klárir í það,“ sagði Hlynur.

Hlynur kvað alla heila og klára í slaginn nema hvað Slobodan Subasic væri að glíma við smá meiðsli en ætti að geta verið með.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -