20:42
{mosimage}
ÍR ingar gerðu sér lítið fyrir og fóru í Ljónagryfjuna í kvöld og sigruðu Njarðvíkinga, 76-88. Stjarnan heldur sínu striki og vann Tindastól 86-82 og Snæfellingum tókst ekki að verða fyrstir til að leggja KR en KR ingar sigruðu þá 75-80 eftir æsispennandi leik í Hólminum. Í 1. deild töpuðu Hamarsmenn sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu á Ísafirði, 82-73. Hægt er að fylgjast með öðrum leikjum kvöldins í Live stat hjá KKÍ.
Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR í Ljónagryfjunni en Friðrik Stefánsson var atkvæða mestur heimamanna með 17 stig og 15 fráköst.
Jovan Zdravevski og Justin Shouse skoruðu 21 stig hvort fyrir Stjörnuna en Shouse gaf að auki 10 stoðsendingar. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig fyrir Tindastól.
Jakob Örn Sigurðarson fór mikinn í liði KR í Hólminum og skoraði 27 stig en Lucious Wagner var stigahæstur heimamanna með 21 stig.



