13:00
{mosimage}
Laugardaginn 7. febrúar næstkomandi mun KKD ÍR standa að skólamóti í körfubolta í Seljaskóla í Reykjavík. Allir eru velkomnir á mótið.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður með “street ball” fyrirkomulagi, spilað þrír á þrjá á eina körfu, 7 mínútna leikir.
Hvert lið þarf að vera með a.m.k. þremur leikmönnum (og varamönnum) eða fleiri lið ef fleiri vilja vera með, en allir úr sama árgangi. Gefa þarf liðunum nöfn. Stelpur og strákar geta verið saman í liðum, en bara tveir leikmenn í hverju liði mega vera að æfa.
Veitt verða verðlaun til liða (Nettómeistari 4. bekkjar, 5. bekkjar o.s.frv.) og einnig einstaklingsverðlaun fyrir besta leikmanninn í hverjum flokki.
Kl. 09.00 Árgangar 1999, 1998
Kl. 10.00 Árgangar 1997, 1996
Kl. 11.00 Árgangar 1995, 1994
Kl. 12.00 Árgangar 1993, 1992 og eldri
Tilkynning um þáttöku þarf að berast í síðasta lagi kl. 17. föstudaginn föstudaginn 6. febrúar. Tilkynna þarf nafn á liði, liðsmenn og umsjónarmann. Hægt er tilkynna þátttöku hjá yngri flokka þjálfurum ÍR í minnibolta og 7-8 flokki (upplýsingar um símanúmer á heimasíðunni www.ir-karfa.is Líka er hægt að senda skráningu í tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 587-7080.



