10:18
{mosimage}
(Félagarnir Ray Allen og Denzel Washington í myndinni He got game, meistarar á sínum sviðum)
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem meistarar Boston Celtics héldu uppteknum hætti og unnu sinn tólfta deildarsigur í röð. Ray Allen reyndist hetja Boston er hann setti sigurþrist þegar 0,5 sekúndur voru til leiksloka en það var félagi hans Paul Pierce sem bauð upp á stoðsendinguna. Philadelphia 76ers leiddu 99-97 þangað til Allen setti sigurkörfuna og lokatölur því 99-100 fyrir Boston.
Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 29 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en Allen gerði 23 stig í leiknum og þar með talda sigurkörfuna en þess má geta að Allen hitti aðeins úr 3 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hjá 76ers var Andre Iguodala með 22 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Ekki margt fyrir löngu lék Ray Allen í kvikmyndinni ,,He got game“ þar sem enginn annar en Denzel Washington lék faðir Allen í myndinni. Allen lék þá ungan miðskólapilt að nafni Jesus Shuttlesworth og liðsfélagi Allen í Boston, J.R. Giddens, gerði góðlátlegt grín að þessu öllu saman eftir leik í gær þegar hann sagði við fjölmiðla: ,, He got game! He got game!'' I think Jesus did it again!'“
Önnur úrslit næturinnar:
Cleveland Cavaliers 101-83 Toronto Raptors
Indiana Pacers 111-116 Minnesota Timberwolves
New Jersey Nets 99-85 Milwaukee Bucks
Houston Rockets 107-100 Chicago Bulls
Denver Nuggets 104-96 San Antonio Spurs



