spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Enn eitt tækifærið hjá Hamri

Leikir dagsins: Enn eitt tækifærið hjá Hamri

10:31
{mosimage}

(Tekst Hamarskonum loksins að vinna Hauka í fyrsta sinn í sögu félagsins?)

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Tveir í A-riðli og einn í B-riðli en allir þrír leikirnir hefjast kl. 19:15. Hamarskonur úr Hveragerði fá enn eitt tækifærið til þess að leggja Hauka en það hefur konunum úr Blómabænum aldrei tekist. Liðin mætast í Hveragerði en Haukar hafa 28 stig á toppi A-riðils en Hamar er í 3. sæti riðilsins með 18 stig.

Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta svo í Vesturbæinn þar sem Margrét Kara Sturludóttir mætir sínum gömlu félögum en hún gekk í raðir KR á miðri leiktíðinni. Keflavík er í 2. sæti riðilsins með 24 stig en KR hefur 16 stig í 4. sæti.

Einn leikur er í B-riðlinum í kvennaflokki þar sem mætast Snæfell og Valur í Stykkishólmi. Nokkuð víst er að Valskonur séu búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en ekki er öll nótt úti hjá Snæfellingum. Valur hefur 16 stig á toppi riðilsins en Snæfell 6 stig í 3. sæti.

Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar Laugdælir fá Hauka í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 20:00. Laugdælir verma botnsæti deildarinnar með einn sigur á tímabilinu en Haukar eru í 3. sæti með 16 stig.

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -