07:00
{mosimage}
Sigurganga KR heldur áfram og í gærkvöldi voru það nýliðar FSu sem fengu að finna fyrir mætti Vesturbæinga. Lokatölur leiksins voru 77-55 KR í vil þar sem þeir Jason Dourisseau og Jakob Örn Sigurðarson voru stigahæstu leikmenn KR báðir með 13 stig. Sævar Sigurmundsson var stigahæstur hjá FSu með 15 stig.
Eitthvað hafa nýliðarnir verið smeykir við að sækja á körfuna í Vesturbænum en þeir skoruðu aðeins 55 stig í leiknum og tóku aðeins 3 vítaskot. Þó skal á það bent að KR hefur sýnt yfirburða varnarleik í vetur.
Meðfylgjandi myndir tók Stefán Helgi Valsson á viðureign KR og FSu í gærkvöldi.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



