13:31
{mosimage}
(Axel í sínum síðasta leik á tímabilinu með Tindastól gegn Stjörnunni)
Axel Kárason er farinn úr röðum Tindastóls í Iceland Express deild karla en hann hefur snúið aftur til náms í Búdapest. Axel kom heim til Íslands á meðan frí var í skólanum og lék þá fimm leiki með Stólunum.
Í þessum fimm leikjum var Axel með 6,0 stig að meðaltali í leik og 5,6 fráköst. Tindastóll vann aðeins einn af fimm deildarleikjum sem Axel lék með þeim en Stólarnir hafa lungann úr leiktíðinni verið að taka stakkaskiptum í leikmannahópi sínum og vissulega blóðtaka fyrir þá að missa Axel á þessum tímapunkti en það var ávallt vitað að hann myndi stoppa stutt við.
Úrslit Stólanna í leikjum sem Axel spilaði með félaginu:
Stjarnan 86-82 Tindastóll
Tindastóll 68-94 Grindavík
FSu 69-77 Tindastóll
Tindastóll 88-95 Snæfell
Tindastóll 79-83 Breiðablik



