11:15:00
Boston Celtics létu tapið gegn Lakers ekki hafa áhrif á sig þegar þeir mættu Knicks í nótt og unnu góðan sigur á þeim 110-100. Þetta var þriða heimatap Knicks í röð, en þeir hafa mætt bestu liðum deildarinnar og komið tómhentir úr leikjunum.
Þá tapaði Orlando fyrir Indiana sem sýnir hversu mikið þeir sakna Jameer Nelson og að afgangurinn af tímabilinu gæti orðið liðinu erfiður.
Loks má geta þess að LA Clippers fundu sig loks þar sem framherjinn Zach Randolph er kominn aftur úr meiðslum. Þeir lögðu Memphis Grizzlies með sannfærandi hætti, 126-105, þar sem Randolph fór hamförum og skoraði 35 stig.
Hér eru úrslit næturinnar:
Atlanta 102
Charlotte 97
Orlando 102
Indiana 107
Boston 110
New York 100
LA Clippers 126
Memphis 105
Denver 124
Washington 103
Toronto 92
New Orleans 101
Portland 93
Oklahoma City 102
Utah 111
Sacramento 107
Golden State 105
Phoenix 115
ÞJ



