spot_img
HomeFréttirStórleikur Nowitzkis tryggði sigur í framlengingu

Stórleikur Nowitzkis tryggði sigur í framlengingu

10:56:45
Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas Mavericks þegar þeir lögðu Chicago Bulls í framlengdum leik í nótt, 115-114. Nowitzki skoraði 44 stig og þar af 14 í framlengingunni og bar liðið á bakinu í fjarveru Jasons Terry, sem meiddist í fyrri hálfleik, og Josh Howard sem var á bekknum lengst af vegna villuvandræða.

Ben Gordon var stigahæstur Chicago manna með 28 stig og Tyrus Thomas var með 23 stig og 12 fráköst.

Annar leikur fór í framlengingu, en það var viðureign Milwaukee og Detroit þar sem hinir síðarnefndu voru hlutskarpari. Lokatölur voru 126-121, en Rip Hamilton var með 38 stig fyrir Pistons og Ramon Sessions var með 44 stig fyrir Bucks.

LA Clippers eru eins og allt annað lið eftir að þeir fengu nokkra lykilmenn úr meiðslum, en þeir Zach Ranpolph, Baron Davis og Marcus Camby eru allir komnir aftur og eru að ná fyrri styrk. Í nótt rústuðu þeir Atlanta Hawks þar sem þeir sneru þaðan með 24 stiga sigur í farteskinu, 121-97. Þetta var annar sigur liðsins í röð, en þetta er í fyrsta sinn frá því í desember sem þeir ná því.

Atlanta áttu líka sinn þátt í sigrinum því þeir voru afleitir í þessum leik og náðu aldrei tökum á leiknum. Clippers keyrðu yfir þá frá fyrstu stund til loka og var Mike Woodsson, þjálfari Atlanta öskureiður eftir leikinn.

„Við vorum alveg á hælunum frá upphafi til enda og það er ekki ásættanlegt,“ sagði hann. „Við sýndum ekkert keppnisskap í kvöld og það er í fyrsta sinn í allt ár sem ég sé það hjá okkur. Við vorum bara ekkert að berjast, ekki á nokkurn hátt.“

Úrslit næturinnar:

Miami 84
Philadelphia 94

LA Clippers 121
Atlanta 97


Denver 70
New Jersey 114

Toronto 70
Memphis 78

Chicago 114
Dallas 115

Detroit 126
Milwaukee 121

Minnesota 90
Houston 107

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -