spot_img
HomeFréttirJóhann með 10 stig í sigri Merlins

Jóhann með 10 stig í sigri Merlins

22:42
{mosimage}

Proveo Merlins eru á góðri siglingu í þýsku Pro B deildinni og unnu á laugardag góðan 83-78 heimasigur á TG Renesas Landshaut. Jóhann Árni Ólafsson var í byrjunarliði Merlins og gerði 10 stig í leiknum á rúmum 17 mínútum. Jóhann var einnig með 2 stoðsendingar.

Sigurinn á laugardag var níundi deildarsigur Merlins í röð sem eru nú komnir á toppinn með 15 sigra og 4 tapleiki rétt eins og SOBA Dragons Rhöndorf sem leitt hefur deildina allt fram til þessa.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -