spot_img
HomeFréttirÓlafur og félagar töpuðu naumlega gegn Alba Berlín

Ólafur og félagar töpuðu naumlega gegn Alba Berlín

11:30
{mosimage}

(Ólafur er mikill háloftafugl en Eisbaren Bremerhaven fékk flugbann gegn Alba Berlin um helgina)

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson gerði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar þegar unglingalið Eisbaren Bremerhaven lá með naumindum á heimavelli gegn toppliði Alba Berlín 62-64.

Leikurinn fór fram í aðalhöll Eisbaren Bremerhaven og var leikinn áður en aðallið félagsins keppti svo tæplega 1000 manns fylgdust með viðureigninni og kvað Ólafur það í samtali við Karfan.i hafa verið mikla upplifun.

Þá eru Eisbaren Bremerhaven komnir í úrslitakeppni unglingaliðanna en hún hefst 5. mars. Liðið keppir í Norðausturriðli unglingadeildarinnar þar sem Alba Berlin trónir á toppnum með 13 sigurleiki í röð en Bremerhaven hafa unnið 7 leiki og tapað 6 og eru í 3. sæti.

[email protected]

Mynd: Þorgils Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -