19:17
{mosimage}
Leiknir vann í gærkvöldi Álftanes 59-64 í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Forsetahöllinni á Álftanesi.
Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru 20-13 yfir eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum fjórðungi fór leikur Álftnesinga í handaskol, einkum eftir að Davíð Freyr Jónsson var rekinn af velli fyrir að tuða í dómurunum. Leiknismenn gengu á lagið og voru 28-34 yfir í hálfleik. Þeir spiluðu grimma vörn sem hinum bláklæddu gekk illa að ráða við. Það var loks þegar þeim tókst að koma Sigbirni Björnssyni undir körfuna til að pósta þar að leystist úr sóknarleik þeirra. Álftnesingar áttu seinustu sókn fjórðungsins en nýttu hana ekki þannig þeir voru 45-49 undir eftir þriðjunginn.
Forsetarnir jöfnuðu í 55-55, en alls sex stig í næstu tveimur sóknum Breiðhyltinga gerðu út um leikinn og skipti engu þótt einn þeirra færi út af með tæknivillu. Sigbjörn var stigahæstur Álftnesinga með 18 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Steinólfur Jónasson skoraði átta stig og Gísli Sigurðsson skoraði sjö stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar.
Texti: Gunnar Gunnarsson
Myndir: Körfuknattleiksdeild Álftaness
{mosimage}



