
Magnús Þór Gunnarssson með 25 stig í kvöld fyrir Njarðvíkinga
Njarðvík styrkir stöðu sína í 5 sæti Iceland Express deildinni með sigri á Tindastól í kvöld 93-82 á Sauðárkróki. Njarðvíkingar virtust vera með frumkvæðið í leiknum og vissulega er nýr leikstjórnandi að virka sem vítamínssprauta á liðið. Magnús Gunnarsson fór fyrir Njarðvíkinum með 25 stig en Friðrik Stefánsson átti tröllatvennu í 15 stigum og 17 fráköstum. Darrel Flake var með 25 stig fyrir Tindastól.
Njarðvíkingar sigruðu á Króknum
Fréttir



