spot_img
HomeFréttirBikarspá: Henning Henningsson

Bikarspá: Henning Henningsson

15:00

{mosimage}

Nú er það Henning Henningsson sem lætur gamminn geysa um bikarúrslitaleikina. Henning er núverandi aðstoðarþjálfari kvennaliðs Hauka en hann hefur komið víða við í þjálfun og þekkir það að vera í úrslitaleikjum með kvennalið KR. Hann varð einnig bikarmeistari sem leikmaður með Haukum.

Henning hafði þetta að segja:

Keflavík – KR
„ Ég er þeirrar skoðunar að byrjunarliðin séu nokkuð áþekk en Keflavík hefur þó að mínu mati talsvert meiri breidd sem getur hjálpað í svona leikjum.  Keflavík hefur núna tapað tveimur deildarleikjum í röð (m.a. einn gegn KR), sú staðreynd mun hjálpa þeim í undirbúningi fyrir úrslitaleikinn og mun Jonni ekki verða í miklum vandræðum með að motivera sitt lið fyrir þennan leik.  Á hinn bóginn hefur KR verið að vaxa í leik sínum eftir því sem liðið hefur á veturinn og því spurning hvort þær nái að toppa á réttum tíma með góðum bikarúrslitaleik ??   Þessi leikur ræðst að mínu mati af því hvernig þjálfurunum tekst að stilla spennustigið hjá sínum leikmönnum og game-planið þ.e. hvernig þjálfararnir setja leikinn upp mun líka skipta miklu máli.  M.t.t. þessa hallast ég að því að Keflavík vinni þennan leik, mín spá er 73-67 fyrir Keflavík.

KR – Stjarnan
Eins og staðan er í dag þá er það bara Grindavík sem getur velgt KR undir uggum.  KR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir í vetur og munu án efa gefa sig alla í þennan leik.  Endurkoma Jakobs og Jóns Arnórs hefur líka lyft körfuboltanum á Íslandi á hærra plan.  Teitur hefur verið að bæta leik Stjörnunnar verulega síðan hann tók við liðinu og mun örugglega ekki gefa bikarinn eftir baráttulaust.  Ég hallast hins vegar að því að KR sé allt of stór biti fyrir Stjörnumenn og spái KR sigri 89-74.”

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -