spot_img
HomeFréttirBikarspá: Erla Reynisdóttir

Bikarspá: Erla Reynisdóttir


Ef einhver þekkir það að fara í Laugardalshöllina og vinna bikarmeistaratitla er það Erla Reynisdóttir, en af þeim 6 ferðum hennar þangað tapaði hún aðeins einum úrslitaleik (með Grindavík 2005).  Erla spilaði allan sinn feril að undanskildu einu tímabili, í bakvarðarstöðu Keflavíkurliðsins. Spá Erlu um leikina á helginni er sem hér segir.
KEF – KR
Þetta á eftir að vera skemmtilegur og spennandi leikur. Vonandi situr ekki “bikardraugurinn” í Kef-stelpum og þær ná að byrja leikinn strax á fyrstu mínútu.  Birna er búin að eiga sitt besta tímabil í vetur og tel ég að leikur Keflavíkur velti mikið á hennar frammistöðu á sunnudaginn. Ég hef fulla trú á mínum stelpum og þær taka þennan leik með svona 5-7 stigum.

KR – STJA
Þarna er KR mun líklegri til afreka. Þeir eru með mun breiðari leikmannahóp og á það eftir að nýtast þeim vel í þessum leik. En ég held að Stjarnan eigi eftir að sitja aðeins í þeim í byrjun en svo á KR eftir að sigla framúr og vinna með svona 15-20 stigum.

Fréttir
- Auglýsing -