7:00
{mosimage}
Nú höldum við áfram að birta hugleiðingar fólks varðandi bikarúrslitaleikina sem fara fram á morgun. Næstu er Sigurður Hjörleifsson sem hefur lifað hrærst í körfuboltanum síðan um þar síðustu aldamót. Hann hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari og undanfarin ár hefur hann að mestu aðstoðað félög við að finna erlenda leikmenn. Þess má einnig geta að sonur Sigurðar, Jakob Örn, leikur með KR.
Sjáum hvað Sigurður hefur að segja:
Keflavík – KR
Á von á virkilega skemmtilegum og vonandi jöfnum leik. Keflavik hefur aðeins misst taktinnn á síðustu vikum á meðan KR hefur verið á góðri uppleið eftir dapra byrjun. Veikleiki Keflavíkur ætti að vera í stöðum stærri leikmanna þar sem nánast engin senter er í liðinu og bakverðir hafa verið að leysa þá stöðu. Ef þær hinsvegar ná uptempo leik þá verður erfitt fyrir KR að ráða við þær. KR þarf hinsvegar að nýta sér hæðarmuninn og stjórna hraðanum. Ef KR nær þessu fram þá vinna þær.
KR – Stjarnan
Frábært fyrir Stjörnuna og mikil uppreisn fyrir Teit þjálfara að vera komnir í úrslit. Spurning hvernig tap KR inga fyrir Grindavík hefur farið í liðið. Ég vænti þess að þeir komi mjög einbeittir til leiks og sýni ekkert vanmat enda hafa þeir ekki efni á því þar sem Stjarnan hefur verið að spila virkilega vel að undanförnu.
Stjarnan gæti lent í vandræðum vegna þess hversu hávaxnir bakverðir KR eru. Eins ætti að vera mun meiri breidd í KR liðinu og miklu meiri reynsla í stórleikjum eins og þessum. Síðan er spurning hvort KR nær að nýta sér þetta vel. Justin og Jovan eru vanir svona leikjum og mikið mun mæða á þeim svo og Fannari.
Mín spá er að hin mikla reynsla og breidd KR reynist of mikil fyrir Stjörnuna og bikarinn fari því í Vesturbæinn eftir langt hlé.



