spot_img
HomeFréttirBikarspá: Alda Leif Jónsdóttir

Bikarspá: Alda Leif Jónsdóttir

9:00

{mosimage}

Þá er það Alda Leif Jónsdóttir sem leyfir okkur að sjá hugleiðingar sínar um leikina. Alda þekkir það vel að spila bikarúrslitaleik, hefur fjórum sinnum leikið slíkan leik og unnið tvisvar. Alda er í barneignarfríi núna en lék síðasta vetur með Snæfell í 1. deildinni og aldrei að vita nema að hún dragi fram skóna næsta haust.

Sjáum hvað Alda hefur að segja:

Keflavík – KR
Þetta gæti orðið hörkuleikur og gaman að sjá tvö lið án útlendinga í úrslitum. KR stúlkur búnar að spila vel eftir áramót og koma Margrétar Köru hefur greinilega haft góð áhrif á liðið. Ég held nú samt að Keflavík vinni leikinn, en þá verða Birna og Svava að eiga góðan leik. Þær eru búnar að spila mjög vel í vetur og gaman að sjá þær koma svona sterkar inn í liðið eftir barnsburð. Lokatölur 68-62 fyrir Keflavík

KR – Stjarnan
Vonast nú eftir hörkuleik en held að þetta verði frekar auðveldur sigur fyrir KR – þeir eru bara einfaldlega of sterkir. Stjarnan mun þó halda í við KR framan af leiknum, sérstaklega ef minn "gamli" þjálfari Justin spilar eins og hann best getur. En KR vinnur 91-75.

Mynd: Gunnhildur Erna Theódórsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -