spot_img
HomeFréttirBikarspá: Pétur Hrafn Sigurðsson

Bikarspá: Pétur Hrafn Sigurðsson

10:30

{mosimage}

Pétur Hrafn Sigurðsson er eflaust þekktastur fyrir að hafa verið framkvæmdastjóri KKÍ í 18 ár, eða lengur en nokkur annar. Það er þó ekki það eina sem Pétur Hrafn hefur starfað innan körfuboltahreyfingarinnar, hann var um tíma dómari, er eini alþjóðlegi eftirlitsdómarinn sem Ísland hefur átt, er formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks auk þess sem hann skrifaði um körfubolta í Morgunblaðið á sínum tíma.

Sjáum hvað Pétur Hrafn hefur að segja:

Keflavík-KR

Keflavík og KR eru tvö af sigursælustu félögunum í meistaraflokki kvenna frá upphafi og verður gaman að fylgjast með viðureign þeirra í bikarúrslitum.

Keflavík hefur unnið tvær viðureignir félaganna í Iceland Express deild kvenna en KR eina  og hefur Keflavík gengið betur í deildinni í vetur. KR liðið hefur hinsvegar fengið góðan liðsstyrk í Margréti Sturludóttur og hefur liðið leikið mun betur undanfarnar vikur og toppaði með sigri á Keflavík  heima og á Hamri úti. Keflaví kurliðið er afar sterkt um þessar mundir og verður að teljast sigurstranglegra liðið þrátt fyrir að hafa tapað fyrir KR í síðasta leik. Liðið er skipað leikmönnum sem hafa unnið alla titla sem í boði eru, jafnt í yngri flokkum sem og í meistaraflokki. Þó hefur liðið ekki orðið bikarmeistari síðan árið 2004 þegar liðið lagði einmitt KR með þriggja stiga mun. Svo má ekki gleyma því að þjálfari liðsins Jón Halldór Eðvaldsson hefur aldrei unnið bikameistaratitilinn og er það eitthvað sem hann vill örugglega breyta.  Stuðullinn á Lengjunni Keflavík – KR 1,55 – 9,60 – 1,80

Stjarnan-KR

Þetta er leikurinn þar sem kötturinn mætir músinni og held ég að kötturinn muni éta músina strax í fyrsta leikhluta.  KR-ingar hafa verið með yfirburða lið í vetur og máttu þola sitt fyrsta tap í vetur í Grindavík síðastliðinn mánudag. Það tap gerir það að verkum að þeir munu koma í bikarúrslitaleikinn með blóðbragð í munni og til í allt. Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu eftir að sigurvegarinn Teitur Örlygsson tók við liðinu, unnið hvern leikinn á fætur öðrum og líklega gert út um deildarmeistaratitilsvonir Grindvíkinga með því að vinna þá í fyrsta leik eftir jólafrí. Stjarnan, í hlutverki músarinar, gæti því strítt KR-ingum, sérstaklega ef þeir ná að halda í við þá í byrjun leiks.

En, þrátt fyrir nánast óslitna sigurgöngu Stjörnunnar síðastliðnar vikur, held ég að KR-ingar verið einu númeri of stórir að þessu sinni. 

Þess má geta að Stjarnan er að leika í fyrsta sinn í bikarúrslitum og af 15 viðureignum þar sem lið lék í fyrsta sinn í bikarúrslitum hafa aðeins 4 unnist skv. tölfræði Óskars Ófeigs.  KR 1970, Fram 1982, Haukar 1985 og Grindavík 1995.

Mynd: Ólafur Rafnsson

Fréttir
- Auglýsing -