spot_img
HomeFréttirBikarspá: Eyjólfur Guðlaugsson

Bikarspá: Eyjólfur Guðlaugsson

 Eyjólfur Guðlaugsson var í gamla daga duglegur að bjóða mönnum birginn í boltanum hér um árið. Harðjaxl út í ystu æsar sem sjaldan gaf eftir. Í dag býður hann einungis konuni upp í dans og einnig er hann duglegur að bjóða upp fisk þar sem hann starfar á Reiknistofu fiskmarkaðanna. Eyfi spáði fyrir okkur í bikarleikina sem leiknir verð á morgun.

KR – Keflavík
Þetta verður örugglega mjög spennandi og skemmtilegur leikur.  Ég spái og vona að hann verði jafn allan tímann og tippa á Keflavík , 69-66.  KR stúlkur unnu síðustu viðureign í Iceland Express deildinni og það verður þess vegna auðvelt fyrir Jón vin minn að koma þeim í gírinn.  Birna og Pálina fara fyrir þeim baráttunni og Svava setur nokkra þrista.  Hildur og Margrét Kara verða að eiga toppleik til að spá mín rætist ekki.
 

KR – Stjarnan
Karlarnir munu færa félaginu sínu afmælisgjöfina, KR 89 – Stjarnan 82.  Samt vonast ég eins og áður að þetta verði jafnt og spennandi til loka.  Til að svo verði þurfa í raun allir leikmenn Stjörnunnar að stíga upp.  Þar mun mæða mest á Justin, Jovani og Fannari.  Kjartan þarf líka að setja sín skot.  KR ingar eru með Jón Arnór og Jakob og það er töluvert.  En þeir hafa líka Jason og fjölda leikmanna sem hafa landsleiki á bakinu.  Þeir eru ansi stór biti!  Þetta verður samt fjör, “taumlaus skemmtun”.  Það myndi ekki skemma ef Baldur myndu setja mark sitt á leikinn með amk einni skrímslatroðslu.  Einnig treysti ég á hinn áferðarfallega og lipra frænda minn , Skarphéðin Frey Ingason, að halda upp heiðrinum.

Fréttir
- Auglýsing -