spot_img
HomeFréttirTeitur: Þetta er bara leikur!

Teitur: Þetta er bara leikur!

12:00
{mosimage}

(Teitur Örlygsson)

Teitur Örlygsson hefur gert góða hluti með Stjörnunni undanfarið og nú er svo búið að í fyrsta sinn á hans ferli fer Teitur sem aðalþjálfari í bikarúrslit í Laugardalshöll. Teitur hefur marga fjöruna sopið í Höllinni sem leikmaður og unnið þar glæst afrek en Karfan.is lá forvitni á að vita hvernig honum litist á bikarúrslitaleikinn gegn KR í dag og hvernig honum liði svona á hliðarlínunni þegar allt er undir.

Nú leita Stjörnumenn eflaust í reynslubankanna þinn um hvernig skuli bera sig að í Laugardalshöll. Hefur þú verið duglegur undanfarið við að miðla af reynslu þinni til leikmannanna?
Já já, mikil ósköp. Þetta er ofboðboðslega þægileg staða sem við erum í því við erum að fara að mæta liði sem er með ég veit ekki hvað marga landsleiki á bakinu á meðan mínir strákar hafa bara komist í Höllina á tónleika og þá þurft að borga sig inn. Þannig er þetta algerlega nýtt fyrir okkur og engin pressa svo við einbeitum okkur bara að því sem við ætlum að gera í leiknum. Síðasti leikur KR gefur okkur líka von og sýnir að þeir eru ekki ósigrandi vígi.

Hefðir þú frekar kosið að KR hefði unnið Grindavík í síðasta leik og hafa þá meiri líkur á því að þeir kæmu værukærir í bikarleikinn?
Nei, ég held að það hefði ekki skipt neinu máli því þetta er bikarúrslitaleikur og þeir mæta eflaust tilbúnir en þegar allt er skoðað þá sér maður hvað KR liðið er búið að spila gríðarlega vel í vetur og ég held að Grindavíkurleikurinn þeirra sýni ekkert annað en að þeir geta tapað.

Getur þú gefið okkur svona smá innsýn í hvað menn eru að ganga í gegnum fyrir svona leik?
Það er eflaust misjafnt hvernig menn taka á þessu en við ætlum bara að hugsa um okkur og gera okkur glaðan dag. Fólk ætlar að hittast í Ásgarði fyrir leikinn og þaðan verða rútuferðir eftir að leikmenn heimsækja hópinn skömmu fyrir leik. Svo förum við í Höllina og peppum okkur upp fyrir þessar mínútur sem leikurinn stendur yfir og sjáum svo hvað kemur út úr því.

KR hefur verið sterkasta varnarliðið í vetur og þekktir fyrir að gefa ekkert eftir. Er Stjarnan klár í góða glímu?
Það er kannski gott að það komi fram að í fyrsta leik liðanna í vetur þá var staðan jöfn eða Stjarnan einu stigi yfir fyrir síðasta leikhluta og ég vona að sú staða verði aftur upp í dag. Ég vona að við fáum tækifæri til þess að hanga í þeim framan af leik því undanfarið höfum við klárað þessa leiki sem hafa verið spennandi. Þannig er það virkilega mikilvægt fyrir okkur að mæta í leikinn alveg frá fyrstu mínútu því KR byrjar bara strax á grimmri vörn.

Eruð þið í Garðabænum orðin eins klár í þetta verkefni og þið getið orðið?

Já já, við verðum klárir í slaginn, það er alveg pottþétt.

Hvernig líst þér á að vera í svona nýju hlutverki í Laugardalshöll, vera aðalþjálfari en ekki leikmaður?

Ég er ekki enn búinn að upplifa þetta en stemmningin er til staðar og mér líður mjög vel í Garðabænum með strákunum og liðsheildin er alger. Sama hvar þeir standa í liðinu og það skiptir öllu máli svo manni getur ekki annað en liðið vel.

Enginn nýliðafiðringur í þér þá sem þjálfara þrátt fyrir að vera margreyndur leikmaður?
Nei nei, þetta er bara leikur!

[email protected]

Subwaybikarúrslit
KR-Stjarnan

Í Laugardalshöll kl. 16:00

Fréttir
- Auglýsing -