spot_img
HomeFréttirRobinson troðslumeistari

Robinson troðslumeistari

11:15:48
{mosimage}Hinn smávaxni Nate Robinson vann í nótt troðslukeppni NBA þegar hann lagði ríkjandi meistarann, Dwight Howard, í úrslitum. Robinson, sem er 175 á hæð, sigraði einnig í keppnninni árið 2006.

Í úrslitarimmunni setti Robinson á svið skemmtilega sýningu, þar sem hann fékk m.a. hjálp frá Howard. Í síðustu troðslunni stökk hann yfir Howard og tróð með tilþrifum.

Þá sigraði Daequan Cook í þriggja stiga keppninni. Hann sigraði Rashard Lewis í úrslitum, en Jason Kapono, sem hafði sigrað síðustu tvö ár, féll út í undanúrslitum.

 

Smellið hér til að sjá myndbönd frá keppnunum

Fréttir
- Auglýsing -