13:40
{mosimage}
(Jóhann Árni)
Proveo Merlins unnu nauman 102-104 útisigur á ASC Mainz í gær í þýsku Pro B deildinni sem er þriðja efsta deild í Þýskalandi. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í byrjunarliði Merlins og skoraði 12 stig í leiknum.
Sem fyrr eru það SOBA Dragons Rhöndorf sem leiða deildina þar sem þeir hafa betur innbyrðis gegn Merlins en bæði lið hafa unnið 16 leiki og tapað 4. Það er nokkuð ljóst að Jóhann hefur verið að stimpla sig rækilega inn í þýska boltann en hann er búin að vera með að meðaltali 13,1 stig í vetur. Vissulega gott veganesti fyrir piltinn fyrir komandi ár og verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldandi atvinnumennsku hans á næstu árum.
Næsti leikur Merlins er gegn Herzöge Wolfenbüttel laugardaginn 21. febrúar næstkomandi.



