19:09
{mosimage}
(Kóngurinn í Garðabæ, Teitur Örlygsson, fær tolleringu í Laugardalshöll)
Stjarnan er Subwaybikarmeistari í karlaflokki eftir frækinn 78-76 sigur á KR. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda en Stjörnumenn fögnuðu sigri og stigu trylltan sigurdans í leikslok. Símon B. Hjaltalín ræddi við liðsmenn Stjörnunnar og KR í leikslok.
{mosimage}
Benedikt Guðmundsson: Freðnir í skotunum
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var ekki upplitsdjarfur að vonum eftir leikinn þegar Karfan.is bað hann um nokkur orð.
,,Þetta var bara erfitt og þeir koma dýrvitlausir inn í leikinn og voru að gera sitt. Þeir voru að hitta gríðalega vel og settu niður stóru skotin eins og buzzið hjá Justin í þriðja hluta sem var gríðalega mikilvægt og gekk allt upp hjá þeim. Við vorum slakir varnarlega sérstaklega í fyrsta hluta og allt í lagi eftir það en sóknarlega vorum við langt frá því að vera að gera eitthvað. Við hittum illa og ég get lítið útskýrt það svo sem en við náðum bara ekki að klára það sem við áttum að klára þó Stjarnan hafi ekkert verið að skora gígantískt mikið þá vorum við algjörlega freðnir í skotunum.“
{mosimage}
Fannar Ólafsson: Gríðaleg vonbrigði.
Fannar Ólafsson náði sér lítið á flug í leiknum og var gríðalega svekktur í leikslok.
,,Við vorum aldrei í neinum takt í þessum leik og spennustigið var kolvitlaust hjá okkur. Það er svo stundum þannig að boltinn dettur ekki og erfitt að skýra út svoleiðis en þetta var bara þannig og gríðaleg vonbrigði. Við vorum að taka mikið af skotum utan við en ekki að keyra mikið inn í og þetta var ekki það sem við ætluðum að gera og Teitur stillti upp stóru liði á móti okkur og þeir kláruðu sitt.“
{mosimage}
Kjartan Kjartansson: Teitur er í hausnum á manni.
Kjartan var sprækur í dag og gerði 11stig og setti mikilvægar stórar körfur hann hafði þetta að segja.
,,Þetta er ævintýri en við vissum að það yrði alltaf happy ending í þessi ævintýri og höfðum alltaf trú á því frá því við spiluðum fyrsta leikinn þá vissum við það. Það er alveg ólýsanlegt hvað Teitur getur gert mikið kraftaverk fyrir leikmenn eins og mig sem er skotmaður og veit hvenær á að skjóta, hvernig á skjóta, ég klikkaði á fyrstu fjórum og svo lofaði ég að setja næsta og það gékk og hann er bara inn í hausnum á manni. Þeir (KR) eru náttúrulega með frábært lið og við vissum að við yrðum að toppa leik okkar hér í dag en auðvitað spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir og það er bara þannig.“
Teitur Örlygsson: Sanngjarn sigur hjá okkur.
Teitur þjálfari Stjörnunnar vildi ekki meina að hann ætti mikinn þátt í vítamínsprautu liðsins í dag og benti á að liðið væri bara á flugi og fullt sjálfstrausts.
,,Ég gerði ekki mikið inni á vellinum í dag en við vorum með góðann undirbúning á þessu voru ekkert að gera þetta of flókið spiluðum bara straight maður á mann vörn á móti þessu KR liði allann leikinn. Við þurftum aldrei að fara í svæðisvörn og þetta var bara sanngjarn sigur hjá okkur. Ég vill meina að jafnvægið hafi farið aðeins úr KR liðinu líka eftir Grindavíkurtapið þó flestir hafi sagt að þetta ætti að vera spark í rassinn fyrir þá.“
{mosimage}
Justin Shouse: Við erum besta liðið í dag.
Justinn var gríðalega öflugur fyrir Stjörnuna með 22 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og leiddi sína menn til sigurs í dag annað árið í röð þar sem hann varði titilinn einn eftir að hafa verið bikarmeistari með Snæfell í fyrra.
,,Þetta er bara öskubuskusagan í hnotskurn og virkilega ótrúlegt hjá okkur í Garðabæ og við sáum bara allt blátt upp í stúku og fundum fyrir gríðalegum stuðning. Við erum að stíga rosalega upp og erum heitasta liðið í dag allavega með rosagóðann liðsanda og gott framlag í leiknum frá öllum sem í hann fóru. Þetta er ástæðan fyrir að maður spilar körfubolta og virkilega sætt að vinna annað árið í röð og meiriháttar tækifæri að fá að koma aftur hingað og finna spennuna og áhorfendur vera með okkur alla leið og við erum besta liðið á Íslandi í dag.“
Símon B. Hjaltalín
Myndir: [email protected] og [email protected]



