spot_img
HomeFréttirSnæfell tryggði sæti sitt eftir sigur á Grindavík

Snæfell tryggði sæti sitt eftir sigur á Grindavík

8:15

{mosimage}

Fjórða og síðasta viðureign Snæfells og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna var háð í gærkvöld. Eitthvert tak hafa Snæfellsstúlkur haft á Grindavík í vetur þar sem þriðji sigur þeirra í rimmum liðanna var staðreynd í kvöld. Kristen Green átti sannkallaðann stórleik fyrir Snæfell, setti 37 stig og tók 14 fráköst. Lokatölur voru 78-63 og var þetta fimmti sigur Snæfells í deildinni og eru þær í góðum gír. Þær hafa þegar tryggt sæti sitt í deildinni þar sem þær hafa nú 10 stig í deildinni en Fjölnir 2 stig sem á fjóra leiki eftir.

Grindavík skoraði tvö fyrstu stigin og eltu svo eftir það þegar Snæfell komst í 3-2 litu þær aldrei til baka, skoruðu næstu 9 stig og hrukku í gírinn með þremur þristum frá Kristen Green. Sóknarleikur Snæfells var kaflaskiptur fyrst um sinn og tóku þær sig á í stöðunni 14-10 þegar Grindavík ætlaði nær og setti næstu 11 stig og breyttu stöðunni í 25-10 og gáfu tóninn fyrir komandi átök. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 26-14 fyrir heimasæturnar í Snæfell og Green búinn að skora fimm þrista og komin með 16 stig.

Grindavíkur stúlkur voru ekki hættar að berjast og komust nær 26-23 og börðust fyrir sínu en orkan sem fór í að elta var kannski of mikil til að komast yfir síðasta hjallann því Snæfell komst þá í 36-24 með syngjandi sóknarkafla líkt og áður og Grindavík hékk í því staðan í hálfleik var 34-29 og voru Grindavíkurstúlkur að vinna annan fjórðung og saxa á forskot Snæfells sem skoraði ekki nema 8 stig í öðrum hluta móti 15 Grindavíkur.

Dæmigert fyrir leikinn í byrjun þriðja hluta þegar Grindavík var að skapa sér svigrúm til að nálgast 34-31 tóku Snæfellsstúlkur sér sitt akademíska stuð og settu næstu 10 stig í stöðuna 44-31 og enginn nýliða bragur á þeim bænum. Eftir þennan sprett héldu þær áfram að breikka bilið og staðan eftir þriðja hluta var 57-44. Snæfellstúlkur létu ekki draga sig mikið fjær en þetta og komust í 19 stiga mun og stjórnuðu leiknum. Grindaví átti þó spretti í lokin og minnkuðu í 10 stig 70-60 og varð meira jafnræði með liðunum í fjórða hluta. Munurinn var hins vegar orðinn of mikill og fór að Snæfell sigraði 78-63.

Kristen Green var i svaka stuði og setti 7 þriggja stiga körfur af 11 Snæfells, skoraði 37 stig og tók 14 fráköst. Sara Sædal var hress og setti 15 stig og tók 5 fráköst. Unnur Ásgeirs var svo með 7 stig og 8 fráköst. Hjá Grindavík hafa lykilmenn séð betri daga en sprækastar voru Helga Hallgríms og Ólöf Pálsdóttir með sín hvor 12 stigin og Helga tók að auki 11 fráköst. Næstar voru Ingibjörg með 9 stig og Berglind með 8 stig.

Tölfræði leiksins

Símon B Hjaltalín.

Myndir: Eyþór Benediktsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -