spot_img
HomeFréttirMikilvægur sigur Grindvíkinga

Mikilvægur sigur Grindvíkinga


Arnar Freyr á sínum gamla heimavelli í nýjum litum.
Grindvíkingar halda pressunni áfram á KR liðinu í öðru sætinu og í gærkvöldi sigruðu þeir baráttuglaða Keflvíkinga í hörkuleik sem kláraðist á síðustu sekúndum leiksins.  Þegar lokaflautann gall við lokaskot Gunnars Einarssonar sýndi taflan 82:85 gestunum í vil og engu mátti muna að Keflvíkingar næðu að knýja framlengingu.
Myndir/Texti: SS
 

Það voru gestirnir sem hófu leik betur og náðu strax forskoti með góðri nýtingu skota fyrir utan. Brenton Birmingham setti niður 4 þrista strax í fyrsta fjórðung og Páll Axel og Þorleifur bættu við sitthvorum í sarpinn.  En baráttuglaðir Keflvíkingar voru ekkert á því að láta niðurlægja sig á heimavelli og komu sterkir inn og aðeins 4 stig skildu liðin eftir fyrsta fjórðung.

 

Með Sigurð Þorsteinsson í broddi fylkingar héldu Keflvíkingar vel í við Grindavík í fyrri hálfleik og oftar en ekki gengu leikkerfi heimamanna fullkomlega upp þegar leikmenn þeirra stóðu á auðum sjó undir körfunni og settu niður stiginn. Vörn Grindvíkinga var á tímum út á þekju og allt sem heitir hjálparvörn var í algleymingi.  En hinsvegar náðu Keflvíkingar ekki að stöðva Grindvíkinga hinumegin á vellinum og var annar fjórðungur hnífjafn og eftir hann voru það enn aðeins 4 stig sem skildu liðinn.

 

Í seinni hálfleik fór harka að færast í leikinn og án þess að leikmenn væru að slást þá var það oftast nær munnstykkinu sem var beitt í sálfræði stríði þeirra á milli. Þar fór fremstur meðal jafningja fyrrum leikmaður Keflvíkinga Nick Bradford, en hann er þekktur fyrir það að byrja á “samtölum” við leikmenn hinna liðanna.  Grindvíkingar náðu mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik og virtist allt stefna í að þeir væru nú loksins að stinga af. En sem fyrr segir var það gríðarleg stemmning og barátta í Keflvíkingu sem hreinlega neituðu að gefast upp.

 

Nick Bradford fékk knús frá Jonna Keflvíking fyrir leik. En meira fékk hann ekki frá Keflvíkingum í þessum leik

Loka mínútur leiksins voru dramatískar, umdeildar og nokkuð skemmtilegar í bland. Þegar 3 mínútur voru eftir höfðu Keflvíkingar jafnað leikinn. Grindvíkingar setja niður 2 þriggja stiga körfur og komast 6 stigum yfir. Gunnar Einarsson setur niður stórann þrist og minnkar í 3 stig.  Í Stöðunni 82:84 fær Arnar Freyr Jónsson 2 skot  þegar um 20 sekúndur eru eftir. Bæði skotinn klikka og Keflvíkingar bruna upp völlinn. Sverrir Þór Sverrisson var svellkaldur og tekur langan þrist sem var aðeins hársbreidd frá því að detta niður  en vildi ekki.  Keflvíkingar brjóta á Arnari Frey aftur sem fer á línuna. Í þetta skiptið setur hann eitt vítið niður og aðeins þrjú stig sem skilja liðinn og 4 sekúndur eftir. Keflvíkingar kasta tuðrunni fram og brotið er á Gunnari Einarssyni í skot tilraun að flestir héldu, en því voru dómarar ekki sammála og Gunnari var neitað um 3 víti sem hefðu getað jafnað leikinn.  Keflvíkingar fá því innkast og Gunnar nær erfiðu skoti á körfu Grindvíkinga en það vildi ekki niður og því Grindvíkingar sem sigra leikinn.

 

Hjá Keflvíkingum var Sigurður Þorsteinsson illviðráðanlegur í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því nægilega vel eftir í þeim seinni.  En við tók Hörður Axel í þeim seinni og átti prýðis leik. Hjá Grindavík voru það Brenton og Paxel sem gerðu gæfu muninn og einnig skilaði Páll Kristinsson góðum mínútum fyrir Grindvíkinga. En líkast til slökustu menn vallarins í gær var dómaraparið en þeir hittu á afar slakan dag sem bitnaði þó samt á báðum liðum. En líkt og leikmenn eiga þeir sína góðu og slæmu daga.  

Fréttir
- Auglýsing -