spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Bikarúrslitaliðin mætast að nýju

Leikir dagsins: Bikarúrslitaliðin mætast að nýju

10:03
{mosimage}

(Sigrún Sjöfn verður fjarverandi í liði KR í dag sökum hnémeiðsla)

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í dag og verður forvitnilegt að sjá baráttu Keflavíkur og KR en þessi lið léku til Subwaybikarúrslita síðastliðinn sunnudag þar sem KR hafði betur. Bikarmeistararnir úr Vesturbænum fengu útreið hjá toppliði Hauka á miðvikudag og í þeim leik meiddist Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og verður ekki með gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í dag.

Leikur KR og Keflavíkur hefst kl. 16:00 í Toyotahöllinni í Keflavík í dag og þá er einn leikur í B-riðli Iceland Express deildar kvenna þegar Grindavík fær Fjölni í heimsókn kl. 17:00 í Röstinni.

Í 1. deild karla er það topplið Hamars sem fær Hött í heimsókn kl. 16:00. Hamarsmenn tróna á toppi deildarinnar með 24 stig en hafa leikið tveimur leikjum færra en Haukar og Valur sem elta Hamar með 22 stig. Marvin Valdimarsson verður vafalítið í sviðsljósinu í Hveragerði í dag en hann hefur farið á kostum í 1. deildinni og gerir að jafnaði 33,55 stig í leik!

Einn leikur fer svo fram í 1. deild kvenna í Borgarnesi þegar Skallagrímskonur taka á móti Keflavík B kl. 15:00.

Nánara yfirlit yfir leiki dagsins má finna hér – http://kki.is/leikvarp.asp

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -