15:39
{mosimage}
KR sá aldrei til sólar í bikarúrslitum 11. flokks karla í dag þar sem Fjölnismenn reyndust mörgum númerum of sterkir. Strax í fyrsta leikhluta var ljóst í hvað stefndi og unnu Fjölnismenn sannfærandi sigur, 68-105. Haukur Helgi Pálsson fór hamförum í áreynslulitlum sigri Fjölnis og var fyrir vikið valinn maður leiksins enda engar smá tölur á ferðinni hjá þessu mesta efni þjóðarinnar. Haukur gerði 45 stig, tók 12 fráköst, stal 10 boltum, gaf 9 stoðsendingar og varði 6 skot í leiknum. Fyrir þessa mögnuðu frammistöðu fékk Haukur 71 í framlagseinkunn! Félagi hans Elvar Sigurðsson átti einnig góðan dag hjá Fjölni með 27 stig, 8 fráköst, 7 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Liðin skiptust á nokkrum körfum í upphafi leiks en ekki leið á löngu uns Fjölnismenn stungu af með Hauk Helga Pálsson og Elvar Sigurðsson í broddi fylkingar. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 15-33 fyrir Fjölni og munurinn átti aðeins eftir að aukast!
Haukur Helgi Pálsson lokaði fyrri hálfleik með flautuþrist úr horninu fyrir Fjölni og þá stóðu leikar 31-62 Fjölni í vil og Haukur Helgi kominn með 32 stig í liði Fjölnis og Elvar Sigurðsson var með 16. Hjá KR var Björn Kristjánsson kominn með 14 stig.
{mosimage}
Grafarvogspiltar gáfu hvergi eftir í síðari hálfleik og má þess geta að í stöðunni 44-74 tókst Fjölnismönnum tvívegis í röð að keyra skotklukku KR niður og boltinn dæmdur af Vesturbæingum sem áttu í stakasta basli með að finna körfuna. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 47-83 Fjölni í vil og leikmenn beggja liða sem og áhorfendur einvörðungu að bíða eftir því að Fjölnismenn lyftu bikarnum á loft.
KR klóraði lítið eitt í bakkann í fjórða leikhluta en máttu sín lítils gegn Fjölni sem höfðu byggt upp óbrúandi bil millum liðanna og því lauk leiknum með 68-105 sigri Fjölnismanna.
Atkvæðamestir í liði KR voru Björn Kristjánsson og Kormákur Arthursson báðir með 17 stig en Illugi Auðunsson gerði 14 stig og tók 10 fráköst.
Texti: [email protected]
Myndir: [email protected] og [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



