spot_img
HomeFréttirFjölnir bikarmeistari í drengjaflokki

Fjölnir bikarmeistari í drengjaflokki

17:56
{mosimage}

Fjölnir er bikarmeistari í drengjaflokki eftir stóran og öruggan sigur á Skallagrím í síðasta bikarúrslitaleik bikarhelgarinnar í Keflavík. Lokatölur voru 99-58 Fjölnismönnum í vil þar sem Ægir Þór Steinarsson var valinn maður leiksins með 18 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Hjá Skallagrím var Sigurður Þórarinsson atkvæðamestur með 30 stig og 8 fráköst.

Fjölnismenn hófu leikinn með miklum látum og komust meðal annars í 9-0 og Borgnesingar vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Hægt og bítandi tókst Skallagrímsmönnum að hrista af sér gæsahúðina og með Sigurð Þórarinsson fremstan í flokki tókst þeim að minnka muninn í 24-17 og þannig stóðu leikar að loknum fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta sigu Fjölnismenn hægt og bítandi fram úr Skallagríms og Haukur Helgi Pálsson fór að finna taktinn í liði Grafarvogsbúa. Fjölnismenn pressu vel á Skallagrím og tókst þeim að baka Borgnesingum nokkur vandræði. Í nokkur skipti rann skotklukkan út á Skallagrím og Fjölnisvörnin var fyrnasterk en Borgnesingar voru hvergi nærri reiðubúnir að gefast upp en Fjölnismenn leiddu 41-28 í hálfleik.

{mosimage}

Haukur Helgi Pálsson var með 15 stig og 5 fráköst fyrir Fjölni í hálfleik en hjá Skallagrím var Sigurður Þórarinsson með 14 stig og 5 fráköst.

Strax í upphafi þriðja leikhluta voru Fjölnismenn staðráðnir í því að gera út um leikinn sem og þeir gerðu með glæsilegri vörn. Óskar Hallgrímsson tók sterka spretti fyrir Fjölni sem gerði 31 stig gegn aðeins 5 frá Skallagrímsmönnum og ljóst að eftirleikurinn yrði auðveldur hjá Fjölni. Elvar Sigurðsson lokaði svo þriðja leikhluta fyrir Fjölni með flautuþrist og þá var Borgnesingum öllum endanlega lokið.

Lokatölur urðu síðan 99-58 Fjölnismönnum í vil sem voru í dag einfaldlega of stór biti fyrir Skallagrím. Fimm leikmenn í liði Fjölnis gerðu 10 stig eða meira í dag og var Haukur Helgi Pálsson þeirra stigahæstur með 19 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar en Ægir Þór var valinn bestur með 18 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en í heildina voru Fjölnismenn hrikalega þéttir og léku allir sem einn vel í dag á meðan Skallagrímsmenn horfðu aðeins of mikið á miðherjann sinn Sigurðu Þórarinsson sem þó skilaði flottum tölum.

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}
{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -