spot_img
HomeFréttirÞór með metsigur og Snæfell vann Grindavík

Þór með metsigur og Snæfell vann Grindavík

20:48

{mosimage}

Þórsarar á Akureyri sigruðu vængbrotna Skallagrímsmenn 140-66 í kvöld í Iceland Express deild karla og eftir því sem undirritaður kemst næst er þetta stærsti sigur í sögu Úrvalsdeildar karla. Í Stykkishólmi vann svo Snæfell Grindavík 89-88 eftir vægast sagt æsispennandi leik þar sem Brenton Birmingham var í miklum ham og skoraði 48 stig. Þá vann ÍR – FSu í Seljaskóla 83-80. Konrad Tota var stigahæstur Þórsarar með 27 stig en 7 leikmenn Þórs skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Landon Quick var stigahæstur Skallagrímsmann með 35 stig. Drengjaflokksleikmenn Skallagríms sem léku bikarúrslitaleik í Keflavík í dag voru ekki með Skallagrímsmönnum í kvöld frekar en þjálfari liðsins sem einnig þjálfar drengjaflokk.

Í Stykkishólmi var ógurleg spenna og þar var það Jón Ólafur Jónsson sem skoraði sigurkörfu Snæfells skömmu fyrir leikslok. Lucious Wagner var annars stigahæstur heimamanna með 22 stig en eins og fyrr segir var Brenton Birmingham allt í öllu í sóknarleik Grindavíkur með 48 stig.

Sigur Þórsara í kvöld er stærsti sigur sem undirritaður getur funið í sögu Úrvalsdeildarinnar sem nær aftur til 1978. Tvisvar hafa unnist 71 stiga sigrar og einu sinni 70 stiga.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -