21:22
{mosimage}
Liðin í öðru og þriðja sæti mættust þegar Grindvíkingar sóttu Snæfell heim á Snæfellsnesið. Grindavík hafði átt eina mestu yfirkeyrslu deildarinnar í síðustu umferð og vilja væntanlega hrifsa fyrsta sætið af KR áður en yfir lýkur. Snæfellingar hafa aftur að móti verið stígandi og unnið 9 af 10 leikjum sínum síðan þeir léku við Grindavík síðast og töpuðu 93-81. Magni Hafsteins var kominn inn í Snæfellsliðið aftur eftir tveggja leikja fjarveru. Dómarar voru Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson.
Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og liðin skiptust á að skora. Snæfellingar voru heitir á þremur þristum frá Sigga og Wagner og Grindvíkingar fengu varla frákast fyrr en seinni hluta fyrsta fjórðungs en voru að skora góðar körfur. Eftir jafnann leik framan af og liðin voru jöfn 13-13 tók Snæfell run og setti 8 stig á móti 2 Grindavíkur og fóru geist og komust í 22-16. Grindvíkingar tóku leikhlé en Snæfell hélt upptekinni fanta góðri vörn og að sama skapi voru Grindvíkingar áttavilltir í sínum varnarleik en Brenton hafði verið þeirra driffjöður. Snæfell leiddi 30-20 eftir fyrsta hluta.
Brenton var sá eini með lífsmarki hjá Grindavík og hélt þeim við efnið og var kominn með 20 stig um miðjann annann hluta af 32 stigum Grindvíkinga. Grindavíkurmenn hresstust þó upp úr fyrstu 5 mín annars fjórðungs og fikruðu sig nær Snæfell og áður nefndur Brenton setti góðann þrist sem kom leiknum í 39-38 fyrir Snæfell sem voru að rekast á betri vörn Grindavíkur. Snæfell hertu sig upp og með þrist frá Sigga og svo fimm stig frá Wagner komust Snæfellingar í 48 – 40. Snæfell leiddi 50-45 í hálfleik.
Brenton átti þrist í lok hlutans sem kom svo sem ekki á óvart en hann var kominn með 26 stig og 6 af 7 þristum góða. Aðrir hjá Grindavík voru mun neðar en Páll Axel var með 10 stig. Hjá Snæfelli var Siggi heitur með 4 af 4 þristum t.d. og hafði sett 16 stig, Wagner var með 15 stig og var sprækur. Snæfell hafði tekið 20 fráköst á móti 8 fráköstum Grindavíkur.
Hlynur var að ekki að leyfa Nick Bradford mikið í leiknum og sást hann varla. Snæfellingar voru að ná að leiða leikinn ágætlega en fátt virtist vera að ógna nema Brenton en Þorleifur var að komast betur inn í leikinn. Harka færðist í leikinn um miðjann þriðja hluta. Margar villur fuku á leikmenn og mikið touch einkenndi leikinn. Grindavík náði þó að nálgast stundum og komust nær 66 – 63 með smá innspýtingu. Grindvíkingar voru þó í meiri villuvandræðum en Snæfell þar sem Arnar og Helgi voru komnir með 4, Nick og Páll Kristins 3 hvor en hjá Snæfelli var Siggi með 4 villur. Snæfell leiddi 70 – 65 fyrir lokahlutann.
Brenton var ekki hættur og setti þrjú stig í byrjun fjórða hluta sem kom stöðunni i 72-70 fyrir Snæfell. Eftir þrjú hjá Wagner strax og mikla baráttu fékk Arnar Freyr þrjú vítaskot og kom Grindavík yfir 75-76. Arnar setti svo þrist 75-79, Nonni einn á móti 78-79 og leikurinn að detta í lokaspennu. Þegar 4 mín voru eftir var staðan 82-82 og allt opið ennþá þegar staðan var 85-85 og 1:30 eftir. Brenton var að halda sínum inni og kom þeim yfir 88-87 með þrist og sínu 48. stigi. Brenton fór svo útaf með 5 villur þegar 30 sek voru eftir og Nonni setti lay-up og staðan 89-88 fyrir Snæfell þegar 9 sek voru eftir. Síðasta sókn Grindvíkinga gekk ekki eftir þegar Arnar Freyr átti lay-up sem klikkaði og Bradford lá í gólfinu með boltann þegar tíminn rann út og Snæfell sigraði 89-88 í svakalegum lokamínútum og eru þar með búinir að tapa eingöngu fyrir KR síðan þeir spiluðu við Grindavík síðast.
Maður leiksins var án efa Brenton sem skoraði 48 stig af 88 stigum Grindavíkur og tók 6 frák. Þorleifur var með 11 stig. Páll Axel 10 og Arnar Freyr 10 stig. Hjá Snæfelli var Wagner með 22 stig og Siggi 20 stig, Nonni 17 stig og 9 frák. Hlynur 15 stig og 7 frák.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: www.grindavik.is



