20:56
{mosimage}
KR stúlkur unni fyrsta leikinn í einvígi sínu við Grindavík í 1. umferð úrslitakeppni Iceland Expressdeildar í kvöld, 64-57. Leikurinn var jafn og spennandi, KR stúlkur skoruðu aðeins 8 stig í öðrum leikhluta en Grindavík einungis 8 stig í fjórða leikhluta.
Hildur Sigurðardóttir var stigahæst KR stúlkna með 20 stig en þær Lilja Sigmarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir skoruðu 11 stig hver fyrir Grindavík.



