spot_img
HomeFréttirBlikar í úrslitakeppnina og sendu Tindastól í sumarfrí (Umfjöllun)

Blikar í úrslitakeppnina og sendu Tindastól í sumarfrí (Umfjöllun)

21:35
{mosimage}
(Heimamenn fögnuðu innilega enda tryggðu þeir sig inn í úrslitakeppnina)

Breiðablik tryggði seinasta sætið í úrslitakeppninni með sigri á Tindastól í Kópavoginum í kvöld.  Gestirnir leiddu meirihluta leiksins og náðu Blikar forustunni í fyrsta skiptið í leiknum undir lok þriðja leikhluta.  Leikurinn var æsispennandi og augljóst að mikið var undir hjá heimamönnum sem fögnuðu gríðarlega vel í leikslok eftir fjöruga lokamínútu.  Leikurinn endaði með þriggja stiga sigri heimamanna, 84-81 en Nemanja Sovic skoraði seinustu tvo stig leiksins af vítalínunni þegar heil 16 sekúndurbrot voru eftir á leikklukkunni.  Tindastólsmönnum tókst ekki að nýta þau sekúndubrot og sigurinn þess vegna í höfn hjá Breiðablik.  Maður leiksins var án nokkurs vafa Nemanja Sovic sem skoraði 35 stig og hirti 18 fráköst.  Næstir á eftir honum hjá Breiðablik voru Daníel Guðmundsson með 12 stig og Rúnar Ingi Erlingsson með 11 stig.  Hjá Tindastól var Svavar Birgisson atvkæðamestur með 25 stig en næstir voru Ísak Einarsson með 20 stig og Friðrik Hreinsson með 14 stig.

Tindastólsmenn mættu að því virtist ákveðnari til leiks í kvöld.  Þeir keyrðu á körfuna og nýttu þau færi sem gáfust á meðan heimamenn virtust þurfa nokkrar mínútur til þess að komast í gang.  Þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar af leiknum höfðu gestirnir náð 5 stiga forskoti, 3-8.  Breiðablik vaknaði þó til lífsins og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn niður í 2 stig, 12-14 og liðin skiptust á að skora.

Tindastóll virtist skipta um gír þegar leið á leikhlutan en þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu þeir náð 7 stiga forskoti, 17-24.  Blikar svöruðu þó um hæl og þegar Tindastólsmenn tóku leikhlé um mínútu síðar var munurinn aftur kominn niður í 2 stig, 22-24.  Tindastóll hleypti þeim þó ekki mikið nær þeim en það og þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta þá var munurinn 3 stig, 24-27.  Það var þó áhyggjuefni fyrir blika þegar Þorsteinn Gunlaugsson fór útaf nokkrum sekúndum fyrir lok fyrsta leikhluta vegna meiðsla.  Það leið svo ekki að löngu þar til það var buið að setja hendina á honum í fatla og því augljóst að hann spilaði ekki meir í leiknum.  

{mosimage}

Tindastólsmenn voru að spila mjög góða vörn sem blikar voru oftar en ekki í mesta bastli með.  Nemanja Sovic var eini heimamaðurinn sem fann sér leið í gegn og hann nýtti hana vel.  Eftir fyrsta leikhluta hafði hann skorað 12 stig eða helming stiga Breiðabliks.  Breiðablik elti þess vegna allan annan leikhluta líka en voru aldrei langt undan.

Þegar leikhutinn var rúmlega hálfnaður var munurinn 4 stig, 36-40.  Sóknarleikur heimamanna snérist alfarið í kringum Nemanja Sovic sem hafði skorað 19 stig þegar flautað var til hálfleiks, en næsti maður á eftir honum var Rúnar Ingi Erlingsson með 6 stig.  Tindastóll var hins vegar að spila jafnt og þétt góðan leik og uppskáru samkvæmt því.  Þegar flautað var til hálfleiks höfðu gestirnir 8 stiga forskot, 40-48.  

{mosimage}

Stigahæstur hjá Tindastól í hálfleik var Ísak Einarsson með 18 stig en næstir voru Svavar Birgisson með 10 stig og Friðrik Hreinsson með 8 stig.  Hjá Breiðablik var eins og fyrr segir Nemanja Sovic yfirburðamaður með 19 stig og 7 fráköst en næstur kom Rúnar Ingi Erlingsson með 6 stig og Þorsteinn Gunnlaugsson með 5 stig.

Blikar unnu hægt og rólega niður forskot gestana í þriðja leikhluta og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn niður í 3 stig, 51-54.  Þeir virtust þó stundum ætla að vinna heiminn í einni sókn og flýttu sér þess vegna fullmikið á tímabili.  Breiðablik komst svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum, 58-56.

Þeir skoruðu svo næstu 5 stig leiksins og þegar flautað var til loka leikhlutans var munurinn þess vegna orðinn 7 stig, 63-56.  Stemmingin var öll á bandi heimamanna sem fögnuðu gríðarlega við hvert tilefni.  Undirritaður velti því fyrirsér hvort Tindastóll væri einfaldlega að falla á andleysi því stemningin virtist alveg úr liði gestana.  

{mosimage}

Spennan magnaðist með hverri mínútnni sem leið í fjórða leikhluta og Breiðblik virtist ætla að halda í það forskot sem þeir höfðu náð.  Skotin sem voru að fara ofaní í fyrrihálfleik hjá Tindastól voru að geiga og lítið virtist ganga upp hjá þeim.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 71-66.  Tindastólsmenn voru þó aldrei langt undan og þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir höfð þeir minnkað muninn niður í 1 stig, 74-73.  Þeir komust svo aftur yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir, 76-77 , og Breiðablik tók leikhlé.

Bæði lið hirtu forskotð á lokamínútunni og því hver sókn gríðarlega mikilvæg. Þegar 25 sekúndur voru eftir hirti Nemanja Sovic frákast eftir skot frá Rúnar Inga Erlingssyni. Hann fékk villuna í þokkabót en tókst ekki að nýta vítið, 80-79. Tindastólsmenn fóru þá í sókn og Friðrik Hreinsson kome Tindastólsmönnum aftur yfir, 80-81 og 13 sekúndur eftir.

Þegar fjórar sekúndur voru eftir var brotið á Rúnar Inga Erlingssyni og hann sendur á línuna.  Öryggið uppmálað setti hann bæði vítin ofaní og höfðu Tindastólsmenn þess vegna eina sókn til þess að hriða stigin tvö. Kristinn tók leikhlé og lagði upp kerfi sem gekk þó ekki betur upp en svo að Nemanja Sovicstal boltanum og það var brotið á honum.  Hann var þess vegna sendur á línuna og nýtti bæðin vítin, 84-81. Með 16 sekúndubrot eftir lögðu Tindastólsmenn aftur á ráðin en tíminn var of naumur og leikurinn var flautaður af áður en þeir náðu skjóta.   

Umfjöllun : Gísli Ólafsson

Mynd : [email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -