8:30
{mosimage}
Lokaumferð 1. deildar karla fer fram á morgun föstudag og er mikil spenna í lofti. Það er því ekki úr vegi að kíkja á hvað lokaumferðin getur boðið uppá.
Leikir morgundagsins eru:
Hamar – Þór Þ.
Fjölnir – Laugdælir
Hrunamenn – Ármann
Haukar – Valur
Höttur – KFÍ
Hamarsmenn sitja á toppnum og til að ýta þeim þaðan þurfa Hamarsmenn að tapa með 75 stigum og Haukar að vinna með 75 stigum.
Haukar mæta Val og sigurvegarinn endar í öðru sæti deildarinnar. Fari svo að Valur tapi og Fjölnir vinni þá endar Fjölnir í þriðja sætinu og Valur fer niður í það fjórða.
Fari svo að Fjölnir tapi og KFÍ vinni þá endar KFÍ í fjórða sætinu og Fjölnir endar í því fimmta.
Ef Þór vinnur og KFÍ tapar þá komast Þórsarar í úrslitakeppni á kostnað KFÍ.
Hrunamenn og Ármann komast hvorki lönd né strönd, leikur þeirra er í raun bara úrslitaleikur um sjöunda sæti deildarinnar.
Að lokum eru Höttur og Laugdælir fallin.
Ef við förum yfir í hvaða sætum hvaða lið getur orðið þá lítur þetta þannig út:
Hamar 1. og 2.
Haukar 1., 2. og 3.
Valur 2., 3. og 4.
Fjölnir 3., 4. og 5.
KFÍ 4., 5. og 6.
Þór Þ. 5. og 6.
Ármann 7. og 8.
Hrunamenn 7. og 8.
Höttur 9.
Laugdælir 10.
Mynd: karfan.is



