15:43
{mosimage}
(Úrvalslið Iceland Express deildar karla í umferðum 12-22)
KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson var í dag útnefndur besti leikmaður umferða 12-22 í Iceland Express deild karla á blaðamannafundi KKÍ á Hilton Nordica Hótel. Við sama tækifæri var úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni kynnt og þeir stóru leikir sem framundan eru.
Úrvalsliðið í umferðum 12-22 skipuðu:
Jón Arnór Stefánsson, KR – besti leikmaður
Justin Shouse, Stjarnan
Jakob Örn Sigurðarson, KR
Brenton Birmingham, Grindavík
Hlynur Elías Bæringsson, Snæfell
Dugnaðarforkur umferðanna: Jón N. Hafsteinsson, Keflavík
Besti þjálfarinn: Teitur Örlygsson, Stjarnan
Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson, UMFN
8-liða úrslit í Iceland Express deild karla hefjast svo á laugardag með tveimur leikjum sem báðir byrja kl. 16:00. Grindavík tekur þá á móti ÍR í Röstinni og Subwaybikarmeistarar Stjörnunnar mæta Snæfell í Stykkishólmi. Á sunnudag eru einnig tveir leikir og báðir kl. 19:15 en þá mætast KR og Breiðablik annarsvegar og Keflavík og Njarðvík hinsvegar.



