spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Mikið um að vera

Leikir dagsins: Mikið um að vera

10:49
{mosimage}

Undanúrslitin í Iceland Express deild kvenna halda áfram í kvöld þegar Subwaybikarmeistarar KR taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Þá fer einnig fram síðasta umferðin í 1. deild karla þar sem Hamarsmenn fá afhentan deildarmeistaratitilinn í Hveragerði þegar grannarnir úr Þór frá Þorlákshöfn koma í heimsókn.

KR tók sig til og vann Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í Toyotahöllinni og komust þar með 1-0 yfir í einvíginu. Leikurinn var æsispennandi þar sem Hildur Sigurðardóttir fór á kostum í liði KR og Helga Einarsdóttir gerði sigurkörfuna. KR-ingar hafa sett saman spennandi myndband sem sýnir frá lokasekúndum leiksins. Vafalítið verður önnur eins spenna í DHL-Höllinni í kvöld svo það er um að gera að fjölmenna í Vesturbæinn.

Sjá myndbandið: http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=321243

Eins og fyrr greinir eru það Hamarsmenn sem fá afhentan deildarmeistaratitilinn í Hveragerði í kvöld þegar lokaumferð 1. deildar fer fram en allir fimm leikirnir í 1. deild hefjast kl. 19:15 í kvöld.

Hamar tekur á móti Þór Þorlákshöfn, Haukar fá Val í heimsókn, Höttur mætir KFÍ, Ármenningar heimsækja UMFH og Fjölnir tekur á móti Laugdælum. Með sigri í deildinni eru Hamarsmenn komnir beint upp í Iceland Express deildina á næstu leiktíð og þurfa því ekki að leika í úrslitakeppni 1. deildar.

Ljóst er að Haukar, Valur og Fjölnir eru örugg í úrslitakeppni 1. deildar en ef Þór Þorlákshöfn vinnur Hamar í kvöld og KFÍ tapar fyrir Hetti verða það Þórsarar sem komast inn í úrslitakeppnina. Ef Hamar vinnur Þór þá mun úrslitakeppnin hugsanlega líta svona út:

Haukar-KFÍ
Valur-Fjölnir

Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þegar Þór Akureyri tekur á móti Skallagrím kl. 20:00 í Síðuskóla á Akureyri.

Fleiri leikir eru í dag og í kvöld en sjá má yfirlit yfir alla leiki dagsins á leikvarpi KKÍ:
http://kki.is/leikvarp.asp

Fréttir
- Auglýsing -