21:11
{mosimage}
(Margrét Kara Sturludóttir átti glimrandi dag með KR í kvöld)
,,Við erum að smella saman,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir í samtali við Karfan.is eftir frækinn 69-54 sigur á Keflavík þar sem KR leiðir undanúrslitaveinvígi liðanna 2-0. Sigur í næsta leik þýðir að Subwaybikarmeistarar KR eru komnir í úrslit Iceland Express deildar kvenna. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan dag í liði KR með 13 stig og 6 fráköst.
,,Við vorum að höggva hornin af okkur í Grindavíkurrimmunni og það er bara þannig með þetta KR lið að þegar vörnin smellur þá smellur allt annað,“ sagði Kara sem var ánægð með að KR skyldi klára leikinn af krafti eftir sterkt áhlaup frá Keflavík í þriðja leikhluta.
,,Við erum að leggja okkur allar í þetta verkefni og eftir þriðja leikhluta ákváðum við að leggja á okkur meiri vinnu og þá uppsker maður,“ sagði Kara sem á von á Keflvíkingum dýrvitlausum í þriðja leik liðanna. ,,Þetta er ekki draumastaða fyrir Keflavík að vera 2-0 undir en það er fljótt að fara í 3-0 eða 2-1 en það er ljóst hvað við viljum. Við viljum klára þetta í næsta leik en þá verðum við að leggja okkur jafn mikið ef ekki meira fram en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Kara sem er með formúluna að velgengi KR á hreinu.
,,Ef við gerum okkar, þá vinnum við allt!“



