13:06
{mosimage}
Keflvíkingar hafa nú fetað í slóð annarra liða í Iceland Express deild karla og hafa fengið til sín bandarískan leikmann, sá er þó ekki ókunnur þeim en það er Jesse Pellot Rosa sem lék með liðinu í Powerradebikarnum í haust. Rosa er í þessum töluðu orðum í háloftunum á leið til Íslands og spilar með Keflavík í kvöld gegn Njarðvík.
Rosa hélt til Danmerkur þegar kreppan skall á Íslandi í haust og hefur leikið með SISU CPH í vetur þar sem hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar. SISU komst ekki í úrslitakeppni og lauk tímabilinu í gær, Rosa stökk svo upp í flugvél í morgun og er á leið til Íslands til að spila í kvöld. Hann lék 12 leiki og skoraði 24,1 stig í leik.
Mynd: www.sisu.dk



