spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Eru Íslandsmeistararnir á leið í sumarfrí?

Leikir dagsins: Eru Íslandsmeistararnir á leið í sumarfrí?

09:02
{mosimage}

(Watson og félagar í Keflavík eru á síðasta séns)

Úrslitakeppni í Iceland Express deildunum heldur áfram í kvöld þar sem kvennalið Keflavíkur og karlalið ÍR og Stjörnunnar eiga það öll á hættu að fara í sumarfrí! Íslandsmeistarar Keflavíkurkvenna taka á móti KR í Toyotahöllinni í Keflavík kl. 19:15 í kvöld en staðan í einvíginu er 2-0 KR í vil. Takist KR að landa sigri í kvöld er Keflavík komið í sumarfrí.

Stjarnan tekur svo á móti Snæfell í karlaflokki kl. 19:15 í Ásgarði en Hólmarar unnu fyrri viðureign liðanna 93-81. Vinna þarf tvo leiki í 8-liða úrslitum og því dugir Snæfellingum sigur í kvöld til að senda Stjörnuna í sumarfrí. Þess má geta að viðureign liðanna er í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þá mætast ÍR og Grindavík í Seljaskóla kl. 19:15 en Grindavík burstaði fyrsta leikinn 112-78 í Röstinni í Grindavík. Mikið vatn þarf því að falla til sjávar hjá ÍR-ingum ætli þeir sér ekki að missa af lestinni.

Þá er einn leikur í drengjaflokki í kvöld þegar Valur tekur á móti Fjölni kl. 20:30 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -