spot_img
HomeFréttirFimmtán í röð hjá Merlins

Fimmtán í röð hjá Merlins

10:45
{mosimage}

(Jóhann og Merlins eru á bullandi siglingu)

Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Proveo Merlins unnum helgina sinn fimmtánda deildarsigur í röð í þýsku Pro B deildinni. Staða Merlins í deildinni er orðin ansi vænleg nú þegar aðeins sex umferðir eru eftir í deildarkeppninni. Tvö efstu liðin eftir deildarkeppni komast upp í Pro A deildina á næstu leiktíð.

Merlins mætti Hertener Löwen um helgina og höfðu þar betur á heimavelli 81-72. Jóhann Árni var í byrjunarliði Merlins og gerði 3 stig í leiknum á tæpum 9 mínútum. Næsti leikur Merlins er laugardaginn 21. mars gegn USC Freiburg.

Staðan í deildinni hjá Merlins:
http://www.zweitebasketballbundesliga.de/linkit.php?menuid=39&topmenu=23&keepmenu=inactive

Fréttir
- Auglýsing -