spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Snæfell í undanúrslit

Úrslit kvöldsins: Snæfell í undanúrslit

20:50
{mosimage}

Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Snæfell sem skipa undanúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla þetta árið en Snæfell og Stjarnan mættust í oddaleik í 8-liða úrslitum í Stykkishólmi í kvöld þar sem Hólmarar höfðu betur 73-71.

Jón Ólafur Jónsson var atkvæðamestur í liði Snæfells með 20 stig og 4 fráköst en í liði Stjörnunnar voru þeir Jovan Zdravevski og Justin Shouse báðir með 16 stig.

Það eru því KR og Keflavík sem mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu og í hinu mætast Grindavík og Snæfell. KR hefur heimaleikjaréttinn gegn Keflavík og Grindavík hefur heimaleikjaréttinn gegn Snæfell. Þess má geta að Snæfell og Grindavík mættust einnig í undanúrslitum á síðustu leiktíð þar sem Snæfellingar höfðu betur í oddaleik eftir magnaða rimmu.

Nánar síðar…

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -