spot_img
HomeFréttirEnn ein þrennan há LeBron

Enn ein þrennan há LeBron

09:16:13
Cleveland er komið langleiðina að því að tryggja sér Austurdeildartitilinn, en þeir lögðu Portland í framlengdum leik í nótt, 97-92. LeBron James lék við hvern sinn fingur eins og venjulega og var með enn eina þrennuna (26/11/10) auk þess sem Cavaliers náðu þeim merka áfanga að jafna NBA met með því að tapa boltanum aðeins tvisvar.

 

Brandon Roy var stigahæstur Blazers með 24 stig.

 

Á meðan tryggðu Lakers sig enn betur á toppi Vesturdeildarinnar með sigri á Golden State, 114-106, þar sem Pau Gasol var með 21 stig og 14 fráköst fyrir Lakers og Monta Ellis var með 27 stig fyrir Golden State.

 

Loks unnu Atlanta Hawks góðan sigur á Dallas Mavericks, 95-87, þar sem Joe Johnson var sem fyrr lykilmaðurinn. Hann gerði 24 stig í jöfnu liði Hawks, en Dirk Nowitzki var sem fyrr potturinn og pannan í Dallas-liðinu þar sem hann skoraði 23 stig og tók 12 fráköst.

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -