22:05
{mosimage}
(Besti maður vallarins Ægir Steinarsson að fara framhjá Óskari Magnússyni)
Fjölnir vann Hauka í kvöld í 1. deild karla 70-81. Þar með eru þeir komnir með forystuna í einvígi liðanna en það lið sem fyrr vinnu tvo leiki fer áfram. Ungstirni Fjölnis voru aðalmennirnir í sigri þeirra bláu en Ægir Steinarsson fór á kostum í liði Fjölnis en hann daðraði við þrennuna eftirsóttu. Strákurinn skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og af 9 stoðsendingar. Arnþór Guðmundsson skoraði 11 stig og Haukur Pálsson var með 9 stig. Roy Smallwood var með 14 stig og Magnús Pálsson skoraði 13 stig. Hjá Haukum var George Byrd var stigahæstur Haukamanna með 15 stig og Bjarni Árnason var með 13 stig.
Roy Smallwood skoraði fyrstu körfu leiksins fyrir Fjölni. Lúðvík Bjarnason jafnaði svo leikinn með tveimur stigum en eftir þetta skildi með liðunum og næstu fimm stig leiksins komu frá þeim Ægi Steinarssyni og Sindra Kárasyni fyrir Fjölni og þar með leiddu gestirnir 2-7. Frábær hittni Fjölnis lagði grunninn að sigrinum en þeir settu 15 þriggja-stiga körfur og fjórar þeirra komu á fyrstu 7 mínutum leiksins en þá var staðan 8-16 fyrir Fjölni. Haukar minnkuðu aðeins muninn með þriggja-stiga körfu frá Bjarna Árnasyni en staðan að loknum 1. Leikhluta var 15-24 fyrir Fjölni.
{mosimage}
Heimamenn hófu annan leikhluta af krafti og skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og þeir líklegir til að saxa enn meira á muninn. Besti maður vallarins, Ægir Steinarsson, setti tvö stig og setti skarð í áhlaup Hauka en heimamenn héldu áframað þjarma að gestunum og minnkuðu muninn í eitt stig 28-29. Haukar fengu tækifæri til að komast yfir en teigskot Kristins Jónasarsonar geigaði og hinn frábæri Ægir Steinarsson fór yfir og setti góðan þrist yfir Haukaliðið og svo bætti Jón Sverrisson við körfu og Fjölnir leiddi 28-34 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var eign Fjölnismanna þó að munurinn hafi aldrei verið neitt voðalega mikill. Gestirnir voru mjög sterkir í sínum aðgerðum en bæði lið spiluðu svæðisvörn í hálfleiknum. Virtist þessi breyting á varnarleik hafa góð áhrif á stigaskorun í leiknum sem hafði verið afar lítil. Staðan að loknum leikhlutanum var 49-58 Fjölni í vil en bæði lið voru afar sterk í sóknaraðgerðum sínum í leikhlutanum.
Lokaleikhlutinn var allt annað en æsispennandi og Fjölnir jók muninn jafnt og þétt en yfirvegaður leikur var þeirra styrkur í kvöld. Þeir keyrðu upp hraðann þegar það átti við og stiltu upp þegar sóknin bauð upp á það.
Haukar náðu að gera leikinn spennandi í lokin með tveimur þriggja-stiga körfum en þeir Bjarni Árnason og Kristinn Jónasson settu þá. Það dugði ekki til og Fjölnir vann verðskuldaðan sigur.
{mosimage}
Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld og lang besti maður vallarins en drengurinn var nálægt þrennunni eins og var greint frá ofar í textanum. Arnþór Guðmundsson var afar sterkur og setti mikilvægar körfur ásamt því að Haukum Pálsson kom sterkur til leiks í 3. Leikhluta en hann skoraði öll níu stig sín í leikhlutanum. Magnús Pálsson var einnig afar sterkur í kvöld og sérstaklega á lokasprettinum en hann skoraði 13 af síðustu 17 stigum Fjölnis.
Hjá Haukum var Bjarni Árnason sterkastur sinna manna ásamt Óskari Magnússyni en hann skoraði 6 stig og gaf 7 stoðsendingar. George Byrd var þeirra stigahæstur með 15 stig og Kristinn Jónasson skoraði 12 stig.
Næsti leikur þessa liða er á sunnudagskvöld í Grafarvoginum og hefst hann kl. 19:15. Með sigri kemst Fjölnir í úrslit um laust sæti í Iceland Express-deild karla.
myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



