spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Hver stórleikurinn rekur annan

Leikir dagsins: Hver stórleikurinn rekur annan

11:12
{mosimage}

(Von er á fjölmenn í DHL-Höllina í kvöld)

Nóg er um að vera í körfuboltanum í dag og ber þar hæst að undanúrslitaeinvígi KR og Keflavíkur hefst í Iceland Express deild karla kl. 19:15 og mætast liðin í DHL-Höllinni í Vesturbænum. KR-ingar eru deildarmeistarar og eiga því heimaleikjaréttinn.

Þá heldur úrslitakeppnin áfram í 1. deild karla þar sem KFÍ og Valur mætast á Ísafirði kl. 19:15 en Valsmenn leiða einvígið 1-0. Á sama tíma í Grafarvogi mætast Fjölnir og Haukar þar sem Fjölnismenn leiða 1-0 eftir sigur að Ásvöllum í fyrsta leik liðanna.

Þá eru tveir leikir í 1. deild kvenna. Ármann tekur á móti Þór Akureyri kl. 13:00 í Kennaraháskólanum og Skallagrímur tekur á móti Njarðvík kl. 16:00 í Borgarnesi.

Þá eru einnig leikir í yngri flokkum og í 2. deild karla í dag og má sjá nánara yfirlit á leikvarpi KKÍ – http://kki.is/leikvarp.asp

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -