spot_img
HomeFréttirKR sýndi mátt sinn og unnu Keflavík með 28 stigum (Umfj.)

KR sýndi mátt sinn og unnu Keflavík með 28 stigum (Umfj.)

22:30
{mosimage}
(Brynjar kom sterkur inn í lið KR í kvöld)

Kr hafði betur í fyrsta leik í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í DHL höllinni fyrr í kvöld.  Leikurinn var jafn framan af og höfðu Keflvíkingar frumkvæðið allan fyrsta leikhluta en leikar snérust við þegar leið á leikinn og endaði með stórsigri KR, 102-74.  Varnarleikur KR var til fyrirmyndar mest allan leikinn og lykilmenn Keflavíkur voru í miklum vandræðum í sóknarleiknum.  Hörður Axel Vilhjálmsson verður að gera mun betur ef Keflavík ætlar að vera með í þessari seríu en hann skoraði aðeins 2 stig í kvöld.  Stigahæstur í lið KR var Jón Arnór Stefánsson með 24 stig og 7 stoðsendingar en næstir voru Helgi Már Magnússon með 16 stig og Fannar Ólafsson með 14 stig.  Hjá Keflavík var Jesse Pellot-Rosa stigahæstur með 24 stig en næstir voru Gunnar Einarsson og Sigurður Þorsteinsson með 17 stig hvor en Sigurður hirti einnig 11 stykki fráköst.  

Sigurður Þorsteinsson lét mikið á sér kveða á upphafsmínúnum og skoraði fyrstu 6 stig Keflavíkurliðsins.  Stemmingin í húsinu var gríðarlega og fögnuðu stuðningsmenn beggja liða hverri körfu.  Eftir þrjár mínútur af leik var hnífjafnt, 6-6.  Gunnar Einarsson átti næstu 6 stig fyrir Keflavík og þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu gestirnir 2 stiga forskot, 10-12.  Jón Nordal Hafsteinsson lét mikið af sér kveða í sterkri vörn Keflvíkinga og var fyrir vikið búinn að næla sér í þrjár villur strax eftir um það bil 6 mínútur af leik.  Þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta var forskot gestana orðið 8 stig, 14-22 og Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé.  Heimamenn skelltu í lás vörninni það sem eftir lifði leikhlutanum og skoruðu gestirnir aðeins 2 stig á seinustu þremur mínútum leihlutans.  Kr gerði hins vegar betur og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn kominn niður í 4 stig, 21-25.  

Það var jafnræði með liðunum fyrstu tvær mínúturnar eða svo af öðrum leikhluta en þá áttu KR 5 stig í röð og komust í fyrsta skiptið yfir síðan snemma í fyrsta leikhluta, 28-27.  Jón Nordal var ekki lengi að næla sér í sína fjórðu villu þegar hann kom aftur inná í öðrum leikhluta.  Hann fékk þess vegna ennþá meiri hvíld og var langt frá því að vera sáttur.  Kr-ingar tóku við sér eftir það og skoruðu næstu 8 stig leiksins þangað til að Keflavík tók leikhlé, en þá var leikhlutinn rétt hálfnaður, 38-30.  Kr náði mest 12 stiga forskoti í öðrum leikhluta í stöðunni 49-37 en Keflavík ætlaði ekki að gefa þeim meira forskot og svöruðu með nokkrum þristum úr ólíklegustu áttum.  Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn á liðunum 9 stig, 54-45 KR í vil.  

Stigahæstur í hálfleik hjá Kr var Jón Arnór Stefánsson með 14 stig en næstir voru Fannar Ólafsson með 12 stig og Baldur Ólafsson með 6 stig.  Hjá Keflavík var Jesse Pellot-Rosa stigahæstur með 16 stig en næstir voru Gunnar Einarsson með 12 stig og Sigurður Þorsteinsson með 11 stig og 6 fráköst.

{mosimage}

Bæði lið voru að spila fantavarnarleik í upphafi þriðja leikhluta og hvorugt lið var að skora mikið.  Þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður nældi Jón Nordal sér í sína fimmtu villu og þar með var hans þáttöku í leiknum lokið.  Munurinn á liðunum var í kringum 12 stig lengst af í leikhlutanum en Keflavík gekk brösulega að minnka muninn niður.  Það leið þó ekki að löngu þar til Kr-ingar settu í fluggírinn í sóknarleiknum og höfðu náð 20 stiga forskoti þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum, 72-52.  Eftir það var ljóst að KR var einfaldlega komið í gang og stemmingin í húsinu magnaðist með hverri körfunni.  Þegar flautað var til loka leikhlutans var forskot heimamanna 21 stig, 78-57, og Keflavík hafði aðeins skorað 12 stig í leikhlutanum.

{mosimage}

Strax í upphafi fjórða leikhluta braut Jason af sér , samkvæmt dómurunum, tvisvar í einu og var því sendur snemma í bað með 5 villur.  Það virtist þó ekki hafa mikil áhrif á leik heimamanna því þeir bættu í forskotið á næstu mínútum og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn 23 stig, 87-65.  Fannar Ólafsson var næsti maður sem nældi sér í sína fimmtu villu um það bil hálfri mínútu síðar.  Keflvíkingar byrjuð fljótlega uppúr því að pressa allan völlinn.  Það skilaði þó ekki tilætluðum árangri og þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir skiptu bæði lið nokkrum minni spámönnum inná og úrslitin í leiknum svo gott sem ráðin, 95-71.  Það sýndi sig svo á lokamínútnum hversu mikið meiri breidd Kr liðið hafði því þeir juku forskotið hægt og rólega á lokamínúntum og þegar flautað var til loka leiksins var munurinn kominn upp í 28 stig, 102-74.   

Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Myndir : Stefán Helgi Valsson

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -