21:31
{mosimage}
Fyrsti leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar var háður í Grindavík í kvöld. Liðin mættust á sama stað fyrir ári síðan í undanúrslitum og hafði þá Snæfell betur 3-1 eftir ævintýralegann endir í 4. leik liðanna. Páll Axel var ekki með Grindvíkingum og hvíldi á bekknum í borgaralegum klæðum. Grindavík hafði sigurinn í fyrsta leiknum 110-82 og var aldrei í hættu eftir að hafa tekið 13-0 kafla strax um miðjann fyrsta hluta. Snæfell átti fá svör í leiknum og ef eitthvað átti að gera voru Grindvíkingar mættir til að stöðva. Grindavík leiðir nú 1-0 og er næsti leikur í Hólminum á miðvikudaginn 25. mars.
Hjá Grindvíkingum var Nick Bradford með 24 stig, Brenton 21 stig og 6 frák. Arnar Freyr og Þorleifur með 15 stig hvor og Helgi Jónas 14 stig. Hjá Snæfelli var Wagner að skora eitthvað af viti og setti 30 stig og næstur var Jón Ólafur með 13 stig og 6 frák. Snæfellingar misstu boltann 21 sinni sem gaf Grindvíkingum mörg hraðaupphlaup.
Sigurður Þorvaldsson sagði í samtali við karfan.is að þeir hreinlega yrðu að stoppa hraðann í leiknum. "Við verðum að stjórna hraðanum eitthvað í þessum leik þetta var alltof mikið fyrir okkur. Ef við förum ekki meira brjálaðir í næsta leik til að stoppa eitthvað og þá þessi hraðaupphlaup þá erum við að fara tapa þessari seríu það er alveg ljóst. Við verðum að fara heim og segja halleluja bara."
Brenton Birmingham sagði að þeir myndu mæta með sama leikskipulag í Hólminn og þó þeir myndu kannski ekki skora eins mikið þá yrði varnarleikurinn með sama móti. " Ef við förum með sömu stífu varnartaktíkina þá komum við til með að ná að gera góða hluti. Ef þú spyrð hvort við verðum svona næstu tvo leiki þá verðum við brjálaðir varnarlega eins og í kvöld. En það var mikilvægt að ná góðu tempói og taka fyrsta leikinn áður en haldið er af stað í Hólminn"
Snæfellingar voru afslappaðri í sóknarleik sínum til að byrja með en í fyrri leikjum og hafði Jón Ólafur sett tvo góða þrista en Grindavík fylgdi þeim eins og skugginn. Hlynur átti góðann stolinn bolta af Bradford en í lay-up kom Bradford á eftir honum og blokkaði út úr húsinu. Grindavík fengu auðveldari körfur í byrjun og náðu að komast yfir 15-14. Í stöðunni 17-17 fékk Brenton skot niður og víti 20-17 og staðan breyttist svo fljótt í 28-17 þegar að Grindavík spilaði hörkuvörn og pressuðu stíft á leikmenn Snæfells og tóku 13-0 kafla. Helgi Guðfinns setti einn ískaldann þrist og Wagner svaraði fyrir Snæfell en Arnar Freyr var heitur og skellti einum strax á eftir svo kom Wagner einum til svo að skotsýningin yrði góð. Staðan var orðin 42-27 eftir fyrsta hluta fyrir Grindavík og voru þeir með stórsýningu seinni part fyrsta fjórðungs þar sem allt gekk upp í vörn og sókn en Snæfellsmenn voru á hælunum í vörninni.
Snæfellingar virtust ætla að láta til sín taka í byrjun annars hluta með 6-0 kafla en Nick Bradford sá til þess að það gerðist ekki með tveimur þristum í röð þrátt fyrir örlítið betra flæði sóknarleiks Snæfells en vörnin var ennþá í smá vanda. Wagner passaði upp á að Snæfell færi ekki meira en 10-12 stigum undir og var hann að svara Grindavík. Meiri neisti var í Grindavík og voru þeir að vinna vel varnarlega og ekki skemmdi fyrir troðsla frá Þorleifi sem gaf áhorfendum eitthvað fyrir peninginn. Grindavík fór að síga lengra frá eftir hraðar sóknir og Nick setti eina stóra og staðan varð 64-45. Kappinn var ekki hættur þarna og setti eina svakalega á flautunni í lok annars hluta og allt gekk upp hjá heimamönnum sem leiddu inn í hálfleikinn 67-48 og virtust frekar bæta í en hitt.
Hjá Grindavík var Brenton kominn með 15 stig, 6 frák og 4 stoðs, Nick Bradford 13 stig og Arnar Freyr 12 stig. Þeir þrír höfðu verið einna sprækastir ásamt Þorleifi sem var kominn með 10 stig. Hjá Snæfelli var Wagner að halda mönnum á floti með 19 stig en næstir voru Jón Ólafur og Magni með 8 stig. En þjálfaradúóið Hlynur og Siggi voru ekki að finna fjölina í fyrri hálfleik.
Snæfellingar voru lánlausir í upphafi síðari hálfleiks og létu sóknarklukkuna oft fara með sig en Grindavík gekk á lagið og komust í 12-0 kafla með gríðalega góðum leik. Grindavík héldu sér við c.a 23 stiga forystu yfir þriðja leikhluta og voru sóknir Snæfells oft þungar og skot ekki að detta niður. Barátta Snæfells var þó aðeins að vakna undir lokin en 2 stig skildu liðin af í þriðja hluta 22-20 fyrir Grindavík og þeir leiddu 89-68 fyrir lokahlutann.
Grindvíkingar nálguðust bara 30 stiga forystuna meira og komust í 98-71 um miðjann hlutann og það var að verða ljóst að Snæfellingar ættu aldrei afturkvæmt í þennan leik og urðu menn þar á bæ að fara að hugsa vel um annann leikinn í Stykkishólmi ef þeir ætluðu ekki að láta keyra yfir sig líkt og í kvöld. Leikurinn virkaði nokkuð auðveldur fyrir Grindavík sem sigruðu 110-82.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: Þorvaldur Kristjánsson



